Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 48

Réttur - 01.03.1941, Page 48
mannsandans er æ hin sama, þrár hans og draum- ar. Þessvegna tekur hver kynslóðin af annarri við þeim verðmætum í listum og sögnum, sem næst ligg- ur hjarta þeirrar kynslóðar, sem hefur framleitt þau, og hverri nýrri kynslóð verða þau einnig dýrmæti, af því að þau liggja einnig næst hennar hjarta, — þau eru sál af sálu mannkynsins. Einkum nær það til olnbogabarna samfélagsmálanna, í sambandi við þau hrynja eigi aðeins allir merkjagarðar tungu, kynþátta og hörundslitar, heldur brúast regindjúp hins mikla tíma milli fjarlægustu kynslóöa yfir aldir og árþús- undir. Og djörfustu byltingasetningar nútímans, eins og „Öreigar allra landa sameinist", „frelsi verkalýðs- ins er hans eigið verk“, er ekkert annað en sú ódauð- lega þrá undirstéttanna eftir frelsi og sú e'ilífa til- kynning um lausn, sem hljómar í mörg þúsund ára gömlu þjóðsagnarkvæði ísraelsmanna: „En svo mun fara, er þú neytir allrar orku þinnar, að þú munt brjóta sundur ok hans af hálsi þínum“. Ein setning- in er ekki hljómur af annarri, hin yngri er ekki sprottin fyrir áhrif hinnar eldri, þaö er hin sístreym- andi þrá lífsins eftir lausn úr viðjum, það er hinn algildi sannleikur um mátt samtaka og um manninn sjálfan sem smið sinnar eigin gæfu. Það er sú eina blessun, sem forsjónin lætur hinum kúgaða 1 té. Gunaar Benediktsson.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.