Réttur - 01.03.1941, Page 53
þróun Þýzkalands var um þær mundir skammt á veg
komin, en England hin mikla fyrirmynd kapítalist-
iskra framleiðsluhátta. Þarf engum getum aö leiða aö
því, að Englandsveran hefur orðiö honum ágætur
skóli, eftir dvölina og heimspekinámið í Berlín. í Eng-
landi kynntist Engels ekki aðeins kapítalistiskum
framleiðsluháttum, heldur einnig enskri verkalýös-
hreyfingu, sem komin var talsvert á legg (chartista
hreyfingin) og sá fyrir sér starfsaöferðir hennar. Skot-
inn Adam Smith hafði fyrir alllöngu lagt vísindaleg-
an grundvöll aö þjóöhagsfræði, og Ricardo og fleiri
Englendingar umbætt hana og aukið til muna. í
Þýzkalandi var fræöigrein þessi lítt þekkt um þær
mundir, þó að fáeinir skottuhagfræðingar heföu látiö
þar lítilsháttar til sín heyra. Þar kynntist Engels einn-
ig lítilsháttar ýmsum ritum franskra sósíalista. Er
þessa getið hér, því að marxisminn er í raun og veru
runninn af þessum þrem rótum: Þýzkri heimspeki,
enskri hagfræöi og sósíalismanum franska.
Árið 1844 sneri Engels heimleiöis og kom við í París
á leiðinni. Um þær mundir dvöldu þeir Arnold Ruge
og Karl Marx í borginni og héldu þar úti tímariti.
Engels hafði kynnst Ruge nokkuð, meðan hann dvaldi
í Berlín, og leitaði hann uppi til þess að koma greinar-
komi um almenna hagfræði í tímaritið. Hafði nú
mjög dregið sundur með þeim Ruge í fjarvistunum,
en Marx tók komumanni þeim mun betur. Grein þessi
hafði að geyma fyrstu, óljósu frumdrögin að hag-
fræðikenningum þeim, sem Marx setti síöar fram í
„Das Kapítal“, studdar af margra ára rannsóknum og
athugunum. Ritgerð þessi varö þannig til þess aö
vekja athygli Marx á enskri hagfræöi, en áður var
hann gjörkunnugur frönskum sósíalisma og manna
lærðastur í þýzkri og grískri heimspeki. En þessir sam-
fundir þeirra urðu afdrifaríkir um fleira. Þar bundu
þeir meö sér ævilanga, órofna vináttu. Það stóö líkt
53