Réttur - 01.03.1941, Side 54
á fyrir þeim um margt. BáÖir voru þeir úr hópi hinna
róttæku lærisveina Hegels, og báöir voru þeir komnir
út fyrir þau takmörk, sem nýhegelismanum voru
mörkuö. Báöir höföu þeir, hvor í sínu lagi, annar í
París hinn í Mancheste'r, dregiö þjóðfélagsbyltinga-
sinnaöar fræöikenningar út frá forsendum hinna
skrifborösróttæku sálúfélaga sinna í Berlín. Kom
þeim Marx ásamt um að rita bók í félagi, þar sem
þeir segöu aö fullu og öllu skiliö viö hina fyrri, smá-
borgaralegu skoöanabræöur sína. Ritaöi Engels nokk-
ur drög um málið og skildi þau eftir í vörzlu Marx,
er lauk bókinni skömmu síðar og nefndist hún „Die
heilige Familie oder Kritik der kritischen Kritik“.
Aö Parísardvölinni lokinni, fór Engels heim til
Barmen og lauk þar bók þeirri, er hann hafði viðaö
að sér efni, meöan hann dvaldi í Manchester. Fjall-
aöi bókin um kjör enskra verkamanna og nefndist
„Die Lage der arbeitenden Klasse in England“. Er bók
þessi gagnmerk sem heimildarrit um hag enskra
verkamanna og hin hvassasta ákæra gegn borgara-
stéttinni og kapítalismanum. Vakti ritið mikiö umtgl
á sínum tíma, og er enn í dag talið í fremtu röð sósíal-
istiskra fræöirita og þaö ekki síöur af enskum sósíal-
istum en öðrum. Sennilega hefur hvorki fyrr né síö-
ar birzt jafn hárbeitt og sönn lýsing á þjáningum
undirokaðrar stéttar og jafnhvöss ádrepa til kúgara
hennar. Engels er hér búinn aö varpa frá sér að fullu
öllum tálvonum um réttindi verkalýönum til handa
innan auðvaldsþjóöfélagsins. Vegur hann á báðar
hendur gegn fylgismönnum Roberts Owen og chart-
istanna annars vegar og hinum frjálslyndari borgur-
um Englands á hinn bóginn. Engels er þá þegar or'ð-
inn þeirrar skoðunar, að verkalýðurinn verði sjálfur
að sækja rétt sinn í hendur borgarastéttarinnar, og
að sá réttur veröi ekki látinn af hendi fyrir vinmæli
ein, heldur að unnum sigri í þjóöfélagsbyltingu. Allar
54