Réttur


Réttur - 01.03.1941, Síða 59

Réttur - 01.03.1941, Síða 59
meö rannsóknum Marx og studdi þær mjög fræöilega. Um 1860 fer ögn að rofa til að nýju fyrir frjáls- lynd sjónarmiö. Verkamannaflokkurinn þýzki rís upp undir forustu Ferdinands Lassalle, og verkalýðshreyf- ingu annarra landa vex fiskur um hrygg. Marx og Engels höfðu ekki gleymt því, að skipulagskorturinn hafði fyrst og fremt oröið verkalýðnum aö fótakefli 1848, og að knýjandi nauðsyn var á að stofna til al- þjóðlegra samtaka meöal verkamanna. Árið 1864 var Alþjóðasamband verkamanna (I. Alþjóðasambandið) stofnað í Lundúnum. Marx var lífiö og sálin 1 félags- skap þessum, og veitti Engels honum þar traust Vígs gengi, þó aö hann ætti ekki mikinn beinan þátt í stofn- un þess. Alþjóðasamband verkam. var fyrsta tilraun- in til þess aö skipuleggja pólitísk samtök verkamanna í alþjóðlegum stíl. Alþjóöasambandiö var þó ætið fremur veikt, enda komu brátt upp harövítugar deil- ur 'innan þess, milli Marx annars vegar og Rússans Bakúníns og annarra hálfborgaralegra gerbótamanna hins vegar. Enduöu deilur þessar svo, að Bakúnín og fylgifiskar hans voru reknir úr sambandinu. En eftflr þýzk-franska stríðið 1870—71 lognaðist Alþjóðasam- bandið útaf, þó að það lifði að nafninu til fram á ár- ið 1876. Síðustu árin, sem sambandið starfaði var Marx farinn að heilsu og hélt Engels þá uppi að mjög miklu leyti störfum þess, enda var hann fluttur frá Manchester til Lundúna. En alþjóöasambandinu varð ekki bjargaö, og þýðing þess í sögu verkalýðs- hreyfingarinnar var fyrst og fremst aö vísa verka- mönnum á leið alþjóðlegra samtaka á byltingasinn- uðum grundvelli. Skipulagslega var Alþjóðasamband- ið of veikt til þess aö geta mótaö verklýðshreyfingu samtíðarinnar, nema að litlu leyti, en þaö hefur hins vegar haft þeim mun meiri áhrif á verklýðshreyfingu seinni tíma. Eins og áður var frá sagt hvarf Engels frá Man- 59 /

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.