Réttur - 01.03.1941, Page 60
chester 1869 og flutti til Lundúna. Hafði hann selt
hluta sinn í vcrksmiðjunni og var svo efnum búinn,
að þeir Marx gátu lifað á þeim áhyggjulitlu lífi til
æviloka. í Lundúnum lagði Engels kapp á víötækt
nám og rannsóknir í náttúrufræði, efnafræði og eðl-
isfræði. Vakti það fyrir honum að rita bók um þau
efni og sanna, að hliðstæð díalektisk lögmál væru
ráðandi um þróun náttúrunnar og á sviði þjóðfélags-
ins. Um árangur þessara rannsókna ritaði hann bók
sína „Dialektik der Natur“. Verki þessu lauk hann
aldrei, því að aðrar annir kölluöu að. Bókin var fyrst
gefin út, eins og höfundurinn gekk frá henni, árið
1927, og hefur hinn enski lífeðlisfræðingur J. B. S.
Haldane látið svo ummælt, að hún hefði sparað
náttúrufræðingum m'ikil heilabrot, ef hún hefði kom-
ið út fimmtíu árum fyrr.
Hvert sem litið var blöstu verkefnin við Engels.
Hann hafði frá æsku haft mikinn hug á hemaðar-
vísindum og í þýzk-franska stríðinu starfaði hann
sem fréttaritari fyrir eitt Lundúnablaðanna og þóttu
fréttapistlar hans frábærir, enda fór saman gleggri
herfræðileg þekking og nánari kynni af stjórnmála-
og fjármálaástandi styrjaldarþjóðanna en hjá öðrum
fréttariturum. í styrjaldarlokin braust út bylting í
París, þar sem verkamenn tóku völdin í sínar hend-
ur í fyrsta sinn í sögunni. Fagnaði Engels því alls-
hugar, en var þó manna Ijósast, að skipulag komm-
únardanna var ekki sem skyldi og sízt af öllu
sigurvænlegt, enda fór það svo, að verkamenn urðu
aö gefa upp vömina eftir að hafa haldið völdum í
70 daga, og verkamenn Parísarborgar höfðu veriö
brytjaðir niður þúsundum saman á götunum. Engels
auðnaðist ekki annað né meira en að sjá kærustu
hugsjón sína, valdatöku verkalýðsins, bera viö í flug-
sýn.
Þegar kom fram yfir 1870 geröist Þýzkaland önd-
60