Réttur


Réttur - 01.03.1941, Side 64

Réttur - 01.03.1941, Side 64
runnu að mestu leyti til dætra Marx. Loks mælti hann svo fyrir, að lík sitt yrði brennt og öskunni dreift á haf út. Líkbrennsluathöfnin fór fram í kyrr- þei, aðeins nánustu vinir og fulltrúar helztu verka- mannaflokkar álfunnar voru viðstaddir. Bemstein og tengdasonur Marx fóru hvassan haustdag út á sjó skammt fyrir utan Beachy Head til þess að fram- kvæma hinztu ósk hins látna mikilmenn'is. En maður kemur í manns stað. Um þær mundir, sem Engels var að ljúka ævistarfi sínu í London, var ungur maður á hrakningi víösvegar um Rússland. Hann var að hefja feíil sinn, sem fræðimaður og foringi marxista. Þessi maður var Lenin, sá maður sem átti eftir að taka upp baráttumerki Engels á vettvangi hins byltingasinnaða marxisma og leiða hugsjónir þeirra Marx og Engels í höfn á sjötta hluta jarðarinnar. Lengra hefur ekki umþokað síöan Engels dó, þó að liöin séu 45 ár, en hvað er sá tími af liðinni og ólif- aðri ævi mannkynsins. Engels mundi hafa fagnað sigri Lenins og félaga hans, framar öllu öðru sem sagan kann frá aö greina. Engels var hamingjumaður. Hann var hikiaust sannfærður rim málstað sinn og réttmæti kenninga s'inna, og árin sem liöin eru síðan hann lézt hafa sannfært menn um það betur en þá var von til. Hon- um auönaðist aö sjá verkalýðshreyfinguna rísa frá grunni, verða sterka og volduga og var hlíft við því að sjá hana hrynja aftur í rústir um mestalla Evrópu. Að vísu hefði Engels ekki komið það svo mjög á óvart. Hann sá að hverju fór fyrir stórveld- um Evrópu og að styrjöld var jafnvel líklegri leiö, en sigur verkalýðsins, áður en það væri um seinan. Sjálfur hafði hann spáð því, að sú styrjöld mundi enda með þjóðemisofstæki, sem færi eins og hvirfil- vindur um álfuna, og að lokasigur sósíalismans kynni 64

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.