Réttur - 01.03.1941, Side 65
að' dragast árum saman af þeim orsökum. En hann
var jafn sannfærður um, að hér yrði aðeins um frest
að ræða en ekki uppgjöf.
Margir hafa reynt að ráða þá gátu, hvert hlutverk
Engels hefði orðið ef fundum þeirra Marx hefði aldr-
ei borið saman. Slíkt er að vísu fjarstæða í sjálfu
sér, óræð spurning, sem aldrei fæst svarað. Fram á
síöustu áratugi hefur því almennt verið haldið fram,
að Marx eigi mestan heiðurinn af sameiginlegu starfi
þeirra. Hann hafi veríð hugsuðurinn. Engels aftur á
móti hinn praktiski athafnamaður, sem ritaði ljósar
og greinagóðar ritgerðir og bækur um kenningar vin-
ar síns og framar öllu öðru vann fyrir honum og
gaf honum færi á að iðka rannsóknir sínar. Þetta er
að vísu hárrétt, það sem það nær, en heldur ekki
meira en hálfur sannleikurinn. Má vera að Engels
eigi sjálfur mesta sök á þessu enda byggist þessi skoð-
un að verulegu leyti á ummælum hans sjálfs, þar
sem hann gefur Marx fyrst og fremst heiðurinn af
rannsóknum þeirra. ,,Eg var aðeins önnur fiðla“,
segir hann einhversstaðar. Sé hinsvegar litið á æsku-
verk þeirra beggja, hefur Engels einn og hjálparlaust
frá Marx hendi, komizt, 1 höfuðatriðum, aö sömu nið-
urstöðum um byggingu þjóðfélagsins, eins og Marx
komst löngu síðar, eftir víðtækar rannsóknir og hafði
hann þó drög vinar síns til stuðnings og leiðbein-
ingar, þó að byggð væru á ónógri rannsókn. Nán-
ari kynni af æskuverkum þeirra beggja benda ein-
dregið til, að hlutur Engels sé sízt minni eða ómerkari,
meðan þeir voru að móta viðhorf sitt og heimsskoð-
un. Frægasta bók þeirra beggja, Kommúnistatávarp-
ið, er engu síöur verk Engels en Marx, enda margt
þaö snjailasta í bókinni tekiö orðrétt upp úr drögum
t frá Engels, þó aö Marx hafi annars gengið einn frá því,
í sinni núverandi mynd. Eftir 1850 skipta þeir félag-
ar með sér verkum. Það lendir í hlutskipti Marx að
65