Réttur - 01.03.1941, Page 72
úrlega og heilsusamlega líkamninga ímyndunarafls
okkar sjálfra. Á sama hátt tel ég heilsusamlegt, ef
hófs er gætt, að' ástvinir sefi harma sína með því að
framkalla raddir og svipi til samlífs við sig fáein
augnablik, þótt ég trúi lítt á möguleika þess, að svip-
urinn komi „að handan”. Og þjóösögum, sem oft veita
innsæi og djúpa, dýra þekkingu, vil ég unna þess sann-
mælis, að varðveizla þeirra er að líkindum engu þýð-
ingarminni en andatrúin fyrir sáluhjálp og fram-
haldslíf á jörö og himnum. Presti óska ég til ham-
ingju, hvort þessara ágætu eilífðarmála sem hann
velur sér.
Áður en Sigfús Sigfússon lézt, voru komin út fjög-
ur bindi þjóðsagna hans: I. Sögur um æðstu völdin,
II. Vitranasögur, III. Draugasögur, IV. Jarðbúasögur.
Nú er komið út X. bd., Afreksmannasögur, allþykk
bók, en V.—IX. bíða. Þarna birtast 20—30 sagnabálk-
ar, aö mestu sannar frásagnir um menn, sem urðu
minnisstæðir lífs og dauðir. Mestur er sögubálkur
Hafnarbræðra, Hjörleifs og Jóns, en sérstakur þáttur
er um niðja Hjörleifs. Fjölbreyttastir eru þættir þeir í
miðri bók, sem Sigfús kennir við afl og auösæld, leti
og slysni. Talsvert ber á erjum bænda og embættis-
manna eöa Dana, stéttarstolti og réttarvitund alþýðu.
Af kvenþjóðinni er bezt lýst þeim, sem höfðu karl-
mannsburöi og geðríki eftir því, eins og t. d. ísfold
Runólfsdóttir í Fagurdælaþætti. Um auðinn og aflið
er það eftirtektarverðast í sögunum, að atgervi 1
ýmsum myndum helzt að jafnaði í ættum lið fram
af lið, en auður hefur aldrei tollaö hér lengi í sömu
ætt, sízt á seinni öldum. — Frásögn Sigfúss Sigfús-
sonar er heldur einhæf, en gerðarleg í máli, ósvikin
og karlmannleg.
Rauöskinna er búin aö ná almennum vinsældum,
og þetta hefti er að ýmsu leyti sízt lakara hinum
fyrri. Séra Jón segir sjálfur ágætlega frá og nýtur
72