Réttur - 01.03.1941, Page 76
Steinn Steinarr:
Kvæðí
ort til þess að fá skáldastyrk á íslandi árið 1939.
Sbr. ritstjórnargrein Vísis 27. júlí ’39.
Svo milt og rótt er kveldið og kyrrð um jörð og græði,
ei kvikar strá í túni né gjálfrar unn við sand.
Og loksins sezt ég niður og kveð hið bezta kvæði,
sem kveðið hefur verið frá því byggðist þetta land.
Svo hef ég þá upp raust mína og byrja á byrjuninni,
ég beygi mig í auðmýkt fyrir landsins kirkju og stjórn,
þótt lítilsháttar breyting kunni að sjást á sálu minni,
og samvizkunni förlist, slíkt er þegnleg skylda og fóm.
Ég leyfi mér að geta þess, að þjóðin biður ekki
um þrjózku, vil og nöldur í skáldskap eða list.
Hún heimtar það af öllum, sem sitja Braga bekki,
að þeir brúki sínar gáfur fyrir Ólaf Thors og Krist.
76