Réttur


Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 2

Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 2
áratuga stríði, árásum gengislækkunaráranna 1967 og 1968 var hrundið. — En afturhald yfirstéttarinnar hefur, meðan það ræður ríkisvaldinu eitt, að- stöðu til að snúa þessari sókn verkalýðsins upp í vörn hans með nýjum verð- hækkunum, með auknu skattráni — og með gengislækkunum að loknum þing- kosningum: að auka hraðann á hringpallinum'‘ svo verkamenn verði að „hlaupa enn hraðar til að standa í stað" (sbr. Rétt 1969, bls. 72). Eftir þessa sóknarlotu, hina hörðustu síðan í sex vikna verkfallinu 1955, veltur nú allt á því hvort verkalýðnum tekst að snúa þessari sókn upp í var- anlegan sigur og halda áfram á sigurbraut hins vinnandi fólks, með því að fylgja hinum „faglega" sigri eftir með pólitískum stórsigri, fylkja sér svo einhuga um flokk sinn, Alþýðubandalagið, að alþýðan nái úrslitatökum á ríkisvaldinu: geti ráðið „hraðanum á hringpallinum". Því aðeins að alþýðan grípi I taumana I næstu þingkosningum með stórsigri Alþýðubandalagsins getur hún hindrað þær gengislækkanir, sem afturhaldið nú undirbýr. Eftir að verklýðshreyfingin vann sína miklu „faglegu" sigra með skæruhernaðin- um febrúar—maí 1942, fylgdi hún þeim eftir með stórsigri Sósíalistaflokksins í þingkosningunum tveim júlí—október 1942, er þrefaldaði þingmannatölu flokksins. íslenzk alþýða þarfnast slíkra stórsigra nú og það er á hennar valdi að vinna þá. Þetta þarf hvert einasta verklýðsfélag að segja sjálfu sér. Hættan, sem nú vofir yfir eftir sigur verkalýðsins í kaupdeilunum, er að íhaldið og Framsóknarafturhaldið, atvinnurekendavald Vinnuveitendasam- bandsins og SlS, skríði saman eftir næstu þingkosningar í enn verri aftur- haldsstjórn en „viðreisnarstjórnin" var. Það yrði afturhaldsstjórn, svipuð þeim, er hér ríktu 1939—42 („þjóðstjórninni") og 1950—56 („helmingaskipta- stjórninni") og myndi byrja feril sinn með gengislækkun og þrælalöggjöf, til að reyna að hindra alla faglega baráttu verklýðssamtakanna og fylgja því eftir með myndun einmenningskjördæma til að gera alla pólitíska baráttu verkalýðsins erfiðari. Þetta er sú hætta, sem hvert einasta verklýðsfélag þarf að brýna fyrir meðlimum sínum. Hingað til hafa verklýðssamtökin sigrað af því þau hafa átt góðan og tryggan forystuhóp sósíalista, sem borið hafa hita og þunga dagsins. Ef brjóta þarf þrælalöggjöf á bak aftur, verður allur verkalýður að berjast. En það er hægt að hindra þrælalöggjöf og afturhaldsstjórn með því að verkalýður og launafólk allt fylki sér svo rösklega um flokk íslenzkra sósíalista, Alþýðubandalagið, að afturhaldsöflin þori ekki að skríða saman, samanber hvað gerðist 1942. I þessu hefti er greint frá báðum þessum bardögum alþýðu við yfirstéttina — og nokkurt mat lagt á. Þá er hér og ádeilugrein á auð- og hervaldið ameríska. Stendur forsíða kápunnar í tákni þeirrar ádeilu, tvö gömul listaverk tvinnuð saman, tákn- rænar myndir af Mammoni og stríði. Svo er og grein um uppreisnina í Varsjá 1944 og hinn mikið umritaða og umdeilda marxista Marcuse.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.