Réttur


Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 1

Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 1
Hin hörðu stéttaátök maí-júnímánaðar 1970, kosningarnar og kaupdeilurnar, eru um garð gengin. Þetta Réttarhefti beið úrslita þeirra átaka. I kosningunum til bæjarstjórna varð flokkur íslenzkra sósíalista, Alþýðu- bandalagið, í fyrsta skipti í sögu sósíalistískrar verklýðshreyfingar á íslandi að heyja baráttu við klofning bæði til hægri og ,,vinstri“. Kom Alþýðubanda- lagið vel út úr þeirri eldraun: náði svipuðum styrkleika og Alþýðubandalagið hafði sem samfylkingarsamtök fyrir klofning. Hefur flokkurinn með því að sigrast á þessum klofningstilraunum fengið hina ákjósanlegustu viðspyrnu til þess að verða hvortveggja í senn: sósíalistískur fjöldaflokkur og allsherj- arflokkur íslenzkrar alþýðu í stéttabaráttu hennar og þjóðfrelsisbaráttunni. Er nú hin brýnasta þörf á slíkum markvissum fjöldaflokki eftir það, sem gerzt hefur í kaupdeilunum. Með úrslitum kaupdeilanna var vörn snúið upp í sókn, samanborið við kaupsamninga síðustu ára. ,,Við höfum hafið sóknina, við þurfum að halda henni áfram", mælti Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, á fundinum mikla 19. júní. Hlutfallstala kauphækkana var hin hæsta, sem náðst hefur í 41

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.