Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 13
Siglufjörður: G-listinn hlaut 321 atkvæði
og þrjá menn kjörna: Benedikt Sigurðsson,
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson og Kolbein
Friðbjarnarson. 1966 hlaut G-listinn 312 at-
kvæði á Siglufirði og tvo menn, hefur þann-
ig bætt við sig einum bæjarfulltrúa og er nú
Alþýðubandalagið stærsti flokkurinn á Siglu-
firði.
NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA
Erfitt er að bera saman úrslitin 1966 og
nú í Norðurlandskjördæmi eystra þar sem
þetta kjördæmi er höfuðvígi Hannibalista.
G-listar komu fram á 3 stöðum í kjördæm-
inu:
Ólafsfjörður: G-listinn hlaut 86 atkvæði
og Björn Þór Olafsson var kjörinn. Alþýðu-
bandalagið hefur ekki boðið eitt fram á Ol-
afsfirði áður.
Akureyri: Það er erfitt að bera saman
fylgi Alþýðubandalagsins á Akureyri 1970
og 1966. Björn Jónsson hafði verið þingmað-
ur og bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins og
Sósíalistaflokksins þar árum saman og þeg-
ar hann sagði skilið við Alþýðubandalagið
hlutu að koma upp margvíslegir erfiðleikar
hjá Alþýðubandalagsmönnum. I síðustu bæj-
arstjórnarkosningum á Akureyri hlaut G-list-
inn sem þá var studdur af Birni Jónssyni 934
atkvæði. G-listinn hlaut nú 1970 514 at-
kvæði, en listi Björns Jónssonar 727. Má
segja með nokkrum sanni að aðstaða Björns á
Akureyri gagnvart Alþýðubandalaginu sé
svipuð og aðstaða Geirs Hallgrímssonar í
Reykjavík ef hann byði fram gegn Sjálfstæð-
isflokknum. Þrátt fyrir þennan gífurlega að-
stöðumun heldur Alþýðubandalagið sínum
bæjarfulltrúa; Björn sínum. Bæjarfulltrúarn-
ir tveir sem kjörnir voru af G-lista 1966
skiptast þannig á milli þessara tveggja aðila.
Soffía Guðmundsdóttir er bæjarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins á Akureyri.
Húsavík: Gera má ráð fyrir því að fylgis-
menn Alþýðubandalagsins í landsmálum
skiptist á tvo lista á Húsavík, H og I lista.
Sumir telja að Alþýðubandalagið eigi 200
atkvæði á Húsavík, en ekki er auðvelt að
átta sig á hreinni skiptingu milli flokka þar
nú fremur en endranær. Jóhanna Aðalsteins-
dóttir, form. Alþýðubandalagsins á Húsavík,
er þar bæjarfulltrúi fyrir Sameinaða kjós-
endur, kosin af I-lista.
Raufarhöfn: Utan kaupstaðanna kom fram
G-listi á einum stað í Norðurlandskjördæmi
eystra, á Raufarhöfn. Þar bauð Alþýðubanda-
lagið fram gegn fráfarandi hreppsnefnd sem
ætlaði að sleppa við kosningar með hrossa-
kaupum. Þarna fékk Alþýðubandalagið 88
atkvæði, eða 44% greiddra atkvæða og tvo
hreppsnefndarmenn: Guðmund Lúðvíksson
og Angantý Einarsson.
AUSTURLAND
Neskaupstaður: Alþýðubandalagið hélt
meirihluta sínum í Neskaupstað, þó með
naumindum væri. Hlaut listinn 390 atkvæði
og 5 menn kjörna: Bjarna Þórðarson, Jó-
hannes Stefánsson, Jóhann K. Sigurðsson,
Kristinn V. Jóhannsson og Magna Sigurðs-
son. Austurland, málgagn flokksins á Aust-
urlandi, sagði um úrslitin: „Alþýðubandalag-
ið í Neskaupstað límr ekki á úrslitin sem
ósigur. Urslitin sýna það og sanna að fylgi
þess stendur traustum fótum þar sem því
tókst að halda meirihlutanum við hina erf-
iðu kreppu sem gekk yfir síðasta kjörtímabil
53