Réttur


Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 5

Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 5
Frá Dagsbrúnarfundinum i Háskólabíói 19. júni. Frá desemberbyrjun 1967 og næstu mán- uði voru engin ákvæði í gildi um vísitölu- bindingu kaups, en verðhækkanir miklar. Eftir hálfs mánaðar verkfall (líklega um 200 þúsund tapaðra vinnudaga) var hinn 18. marz 1968 samið um vísitölubindingu á nýj- an leik. Að gömlum sið var við ákvörðun nýrrar verðlagsuppbótar tekið mið af hreyf- ingu framfærsluvísitölu síðustu 3 mánuði á undan, nefnilega frá nóvemberbyrjun 1967 til febrúarbyrjunar 1968. A því tímabili hafði framfærsluvísitala hækkað um 5,34%. Sú hækkun kom þó ekki að fullu fram í verð- lagsuppbót, heldur voru felld niður 2,34%, sem töpuðust endanlega. Hér var því vegið í sama knérunn og hálfum fjórða mánuði áður, þegar svipuð prósenta var látin óbætt. Sú verðlagsuppbót, sem kom til fram- kvæmda 18. marz 1968, hefur verið kölluð „skert" verðlagsuppbót, og skerðing hennar hefur haldizt lítt breytt fram að samningum 19- júní í ár. Meginatriði skerðingarinnar er það, að verðlagsuppbót er hlutfallsleg upp að 10.000 króna mánaðarlaunum eða því samsvarandi vikukaupi (2.308 kr.) og tíma- kaupi (52,45 kr. ef 44ra stunda vinnuvika). A hærra kaup greiðist sama krónutala og á 10.000 króna grunn. Upphaflega var „þak" á vísitölunni við 16—17 þúsund króna mán- aðarkaup, þannig að engin verðlagsuppbót greiddist á hærra kaup en 17 þús. kr., en það var afnumið sumpart með samningum sumpart með þegjandi samkomulagi aðiia 1969. Var það fyrsta viðurkenning atvinnu- rekenda á því að „skertar" verðlagsbætur væru óframkvæmanlegar til lengdar í verð- bólguþjóðfélagi. A yfirvinnutíma skyldi greiðast sama 45

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.