Réttur


Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 20

Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 20
„Þessi sameining gífurlegs hernaðarbákns og mikils hergagnaiðnaðar er ný í reynslu Banda- ríkjanna. Allsherjaráhrifin — efnahagsleg, stjórnmála- leg, jafnvel andleg, — gera vart við sig í hverri borg, hverju ríkisþingi, hverri skrif- stofu sambandsstjórnarinnar. Við viðurkennum hina sterku nauðsyn þess- arar þróunar. En við megum ekki láta undir höfuð leggjast að skilja hinar alvarlegu afleið- ingar þessa. Vinna vor, auðlindir og afkoma er allt flækt í þetta, sömuleiðis sjálf þjóðfé- lagsbygging vor. í nefndum og ráðum ríkisstjórnarinnar verð- um við að vera á verði gegn ásókn þessarar hernaðar-iðnaðar samsteypu í ótilhlýðileg áhrif, hvort sem sótzt er eftir þeim eða ekki. Mögu- leikinn á háskalegum vexti óréttmæts valds er til og mun verða til. Við megum aldrei láta þunga þessarar sam- steypu stefna í hættu frelsisréttindum okkar eða lýðræðisaðferðum". Þegar Eisenhower sagði þetta höfðu út- gjöld Bandaríkjanna til hermála á síðasta valdaári hans 1960, verið 22,5 miljarðar doll- ara. Arið 1969 voru þau orðin 42,3 miljarðar dollara! — Ahrif „samsteypunnar" höfðu margfaldazt, gagnsýrt allt þjóðlífið. William Fulbright öldungadeildarþing- maður, formaður utanríkisnefndar, sagði að hermálasamsteypan „væri bein hætta fyrir amerískt lýðræði. Hernaðar-iðnaðarsamsteyp- an, sem tilkomin er fyrir það að við erum flæktir í hermál um heim allan, er orðin voldugt afl til að viðhalda að eilífu þessum afskiptum". „Bandaríkjaþjóðin, sem var friðarsinnuð og andvíg hernaði fyrir 30 árum, er orðin árás- argjörn og hernaðarsinnuð", — áð áliti eins fremsta hershöfðingja hennar, David M. Shoup, sem var yfirmaður „Marine-Corps", eins harðskeyttasta hluta Bandaríkjahers, og var sæmdur æðstu heiðursmerkjum Banda- 60 ríkjahers. Hann benti á í frægri grein í „Atlantic Monthly", að tala bandarískra her- manna, sem barizt hafa, er 23 miljónir eða fimmmngur alls fullorðsins fólks. Og þorri þeirra væri undir áhrifum hernaðarandans. Það voru 25 auðfélög, sem fengu samn- inga um sölu hergagna og annara her„þarfa" á því fjárhagsári er lauk 30. júní 1958 fyrir 17,7 miljarða dollara, eða um 45% af þeirri upphæð, er þá var samið um. Stærstir voru samningar General Dynamic Corporation (2,2 miljarðar), Lockheed (1,8 miljarður), General Electric (1,5 miljarðar), en Boeing, General Motors, Kaiser, Ford og Standard Oil (New Jersey) eru líka í þessum hópi. Má af því sjá hve samofnir auðhringar Bandaríkj- anna eru orðnir hernaðaryfirvöldunum. Það má segja að efnahagslíf Bandaríkj- anna sé nú í hers höndum og herinn í auð- hringaklóm. Svo samvaxin eru nú þessi valda- kerfi að samviskusamir herforingjar og þing- skörungar komast ekki hjá að viðurkenna og vara við háskanum. Þegar ein þjóð er stödd í þeim siðferði- legu þrengingum, sem Bandaríkjaþjóðin er nú: á barmi þess að fá ríki sitt brennimerkt sem blóðveldi heims, her sinn sem níðing veraldar, — þá er það ánægjulegt að sjá þau öfl að verki, sem berjast fyrir hvorutveggja í senn: að bjarga heiðri lands síns með því að knýja herinn heim, — og firra fátæka hetju- þjóð Vietnam frekari hörmungum. Þessi öfl eru: stúdentaþúsundir Bandaríkj- anna og hinir ágætustu menntamenn þeirra, — vitrustu stjórnskörungar eins og William Fulbright, — en síðast en ekki sízt þær milj- ónir fátækra og arðrændra manna, svartra og hvítra, sem rísa upp í senn gegn örbirgð i

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.