Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 39
Eðvarð Sigurðsson
bráðabirgðalög upp á vasann ef á þarf að
halda. Nú síðast hafa yfirmenn á farskipun-
um slegið lagavopnið úr höndum ríkisstjórn-
arinnar með því að segja upp störfum á far-
skipaflotanum.
Það er því ekki séð hverjar lyktir mála
verða í verkfalli ofangreindra aðila. Náist
ekki samningar um helgina kemur til verk-
falls í Straumsvík hjá álverksmiðjunni. Hafa
þrjú félög lýst yfir samúðarvinnustöðvun hjá
alverksmiðjunni: Félag ísl. rafvirkja, Félag
járniðnaðarmanna og Félag bifvélavirkja.
Þetta er „samúðarvinnustöðvun" vegna þess
að samningar við álverið í Straumsvík renna
ekki út fyrr en í haust og „samúðarvinnu-
stöðvunin" kemur ekki til framkvæmda fyrr
en þetta vegna sérkennilegra ákvæða í
Straumsvíkuryfirlýsingunni. Þar er svo kveð-
ið á, að ekki megi koma til verkfalls í ál-
verksmiðjunni fyrr en verkfall á vinnusvæð-
inu hefur staðið í fjórar vikur.
Vegna þess að vinnudeilunum er þannig
ekki endanlega lokið verður ekki hægt í
þessu hefti Réttar að greina frá öllum atrið-
um niðurstöðunnar — eins og stendur eru
stærstu spurningarnar í sambandi við upp-
sagnir yfirmanna á farskipunum og verkfall-
ið í Straumsvík. En líklegt má telja að verk-
föllin — a. m. k. hjá málmiðnaðarmönnum
og skipasmiðum leysist næstu daga.
Enginn tími er til þess að gera neina heild-
arúttekt á vinnubrögðum í verkfallinu og
samningunum. Þó er rétt að vekja hér að
lokum athygli á eftirfarandi atriðum:
Framkvæmd verkfallsins virðist hafa tek-
izt allvel hjá Dagsbrún. Hins vegar virðist
nauðsynlegt að draga þann lærdóm af reynslu
þessa verkfalls að Verkamannasamband Is-
lands verður að skipuleggja betur fyrir verk-
fall, verkfallsaðgerðir og þá þætti fram-
kvæmdanna sem sameiginlegir eru. Það var
þýðingarmikið og rétt að hafa samninga-
nefndir fjölmennar og hyllast til þess að sem
flest félög hefðu beina aðild að samninga-
viðræðunum.
Hugur almennings í þessum verkfallsátök-
um hefur verið verkfallsmönnum hliðhollur.
Það sést á því að tiltölulega lítið hefur verið
um verkfallsbrot. I því sambandi er helzt að
nefna verkfallsbrot hjá Reykjavíkurborg í
áhaldahúsinu, tilraunir til verkfallsbrota við
benzínflutninga, jafnvel hjá Sambandinu. En
að öðru leyti var ekkert um stórfelldar til-
raunir til verkfallsbrota. Aðalþrýstingurinn
hvíldi eins og venjulega á höfnunum og fisk-
iðnaðinum.
79