Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 14
... En úrslitin eru Alþýðubandalagsmönnum
vissulega þörf áminning ... Urslitin verða
okkur hvöt til þess að auka og efla okkar
félagslega starf á öllum sviðum." Enda þótt
Alþýðubandalagsmenn á Neskaupstað séu
ekki ánægðir með úrslitin þar líta Alþýðu-
bándalagsmenn um allt land stoltir til Nes-
kaupstaðar og þeirrar traustu forustu sem þar
hefur stýrt hreyfingu sósíalista í áratugi.
Seyðisfjörður: Alþýðubandalagið hefur æv-
inlega haft heldur lítið fylgi á Seyðisfirði;
og hefur þar nú bæjarfulltrúa með 46 at-
kvæðum, Gísla Sigurðsson. I síðustu kosn-
ingum 1965 hlaut G-listinn 40 atkvæði á
Seyðisfirði og einn bæjarfulltrúa.
Reyðarfiörður: Á Reyðarfirði fékk G-list-
inn nú nákvæmlega sömu atkvæðatölu og
1966, 57 atkvæði, og einn hreppsnefndar-
mann Helga Seljan.
Eskifjörður: Á Eskifirði bætti Alþýðu-
bandalagið verulega við sig í atkvæðum;
hafði síðast 78 atkvæði og einn mann kjör-
inn, en nú 117 atkvæði og tvo menn kjörna,
Alfreð Guðnason og Grétar Sveinsson.
Hornafjörður: A Höfn í Hornafirði jók
G-listinn mjög fylgi sitt, úr 53 atkvæðum í
91 atkvæði og fékk einn mann kjörinn í bæði
skiptin. Hreppsnefndarmaður Alþýðubanda-
lagsins þar er Benedikt Þorsteinsson.
Egilsstaðir: G-listinn hlaut 43 atkvæði nú
en náði ekki manni inn í hreppsnefnd, vant-
aði aðeins sjö atkvæði. 1966 fékk Alþýðu-
bandalagið 36 atkvæði á Egilsstöðum og einn
hreppsnefndarmann kjörinn.
SUÐURLAND
í Suðurlandskjördæmi komu fram tveir G-
listar, í Vestmannaeyjum og í Hveragerði og
á báðum þessum stöðum varð útkoman með
ágætum:
Vestmannaeyjar: G-listinn hlaut 543 at-
kvæði og tvo menn kjörna, þá Garðar Sig-
urðsson og Hafstein Stefánsson. 1966 hafði
G-listinn einnig tvo menn í Eyjum, en hafði
þá 478 atkvæði.
Hveragerði: Alþýðubandalagið hefur
aldrei áður borið fram flokkslista í Hvera-
gerði. Þar fékk G-listinn 76 atkvæði og Þór-
gunni Björnsdóttur kjörna.
REYKJANES
í Reykjaneskjördæmi komu fram G-listar
á 5 stöðum, auk þess sem Alþýðubandalag-
ig stóð að H-listanum í Kópavogi. H-listinn
tapaði að vísu manni í Kópavogi en bætti þó
við sig atkvæðum: Fékk 1956 1196 atkvæði
en nú 1252 atkvæði. Bæjarfulltrúar H-listans
í Kópavogi eru þau Svandís Skúladóttir og
Sigurður Grétar Guðmundsson.
Hafnarfjörður: I Hafnarfirði tapaðist einn-
ig maður, en vantaði þó aðeins um 30 at-
kvæði til þess að fella fjórða mann íhaldsins.
G-listinn hafði 336 atkvæði í Hafnarfirði
1966, en núna 391 atkvæði.
Keflavík: Fvlgi Alþýðubandalagsins hefur
yfirleitt verið talið heldur lítið í Keflavík
og 1966 var ekki einu sinni boðið fram þar.
Að þessu sinni fékk G-listinn þó nærri þrjú
hundruð atkvæði — 283 — og Karl Sigur-
bergsson, skipstjóra, kjörinn í bæjarstjórn.
Njarðvíkur: Alþýðubandalagið bauð ekki
eitt fram í Njarðvíkum síðast, en nú fékk
G-listinn þar 84 atkvæði og Oddberg Eir-
íksson í hreppsnefnd.
Garðahreppur: I Garðahreppi fékk Al-
þýðubandalagið mann kjörinn í hreppsnefnd
54