Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 8
krónutala í verðlagsuppbót og á dagvinnu-
taxta. Olli þetta fljótlega tilfinnanlegri lækk-
un yfirvinnuálagsins. Arið 1967 hafði verið
50% álag á eftirvinnu og 91% á nætur- og
helgidagavinnu hjá almennu verkalýðsfélög-
unum. Nú sigu þessar álagsprósentur niður,
unz ákveðið var með samningum 19- maí
1969 að frysta þær í 40% og 80%, og
fékkst þeim ekki breytt í nýgerðum samning-
um.
Það fyrirkomulag, að verðlagsuppbótin er
ekki hlutfallsleg á allt kaup, hefur valdið
mikilli innbyrðis röskun kauptaxta. Til að
skýra það nægir einfalt dæmi: Fram til dags-
ins í dag (júní 1970) hefur það kaup, sem
var 10.000 krónur á mánuði desember 1967,
hækkað af völdum verðlagsuppbótar upp í
13.532 kr. (samanber næstneðsm línu í töflu
I). Kaup, sem var 15.000 kr., hefur hækkað
um sömu upphæð eða upp í 18.532 kr.
Hækkunarhlutfallið á 10 þúsund króna kaup-
ið er vitanlega jafnt verðlagsuppbótinni,
35,3%, en 15 þúsund króna kaupið hefur
ekki hækkað nema um 23,5%. Þetta hefur
valdið tilfinnanlegum óþægindum hjá þeim
atvinnurekendum, sem hafa hálaunamenn í
þjónustu sinni, þó líklega hvergi frekar en
hjá ríkinu sjálfu og kemur það vel á vondan.
Til að mynda mun enginn háskólagenginn
maður fást til starfa í stjórnarráði landsins
upp á þau kjör, sem vísitöluskerðingin hefur
skammtað launastiga BSRB!
Þróun kjaramála frá 1967 til 1970 sést vel
í töflu I. Skal þá fylgja aftasta dálki ofanfrá
og niðurúr, en hann sýnir misgengi verðlags
og launa á hverjum tíma allt frá september
1967 til seinni hluta júnímánaðar 1970. Mis-
gengið nær hérumbil 7% í nóvember 1967
og er svolítið hoppandi kringum þá tölu,
þó aðallega uppfyrir, fram á seinni hluta árs
1968. Eftir það verður mikil kjaraskerðing,
og stafar hún af því að atvinnurekendur (og
fjármálaráðherra) neituðu að greiða hærri
verðlagsuppbót en 11,35%. Stóð svo til 19.
maí 1969, er gerðir voru nýir samningar við
verkalýðsfélögin með verðlagsuppbót
23,35%. Fyrir þá samninga stóð misgengið
í 24%-um en eftir þá fyrsr í 12. Samning-
arnir fólu hins vegar í sér æ frekari rýrnun
kaupmáttar með vaxandi verðbólgu, þannig
að misgengi verðlags og launa var komið upp
í rúm 20% í maí sl., þegar verkalýðsfélögin
létu sverfa til stáls í samningaviðræðum og
hófu verkfall til framdráttar kröfum sínum
(þau fyrstu 27. maí).
Samningar þeir sem náðust 19- júní hjá
almennu verkalýðsfélögunum undir forustu
Dagsbrúnar gera nokkurn veginn að ná aft-
ur sama kaupmætti og ríkti á „verðstöðv-
unar'tímabilinu 1966—67 að því er varðar
lægstu laun, eða samsvarandi tíu þúsund
króna mánaðarlaunum í desember 1967. Er
þá reiknað með 15 % kauphækkun ofaná það
kaup, sem ella hefði verið greitt frá 1. júní
sl. (samanber töflu I: 15% ofan 13.532 gera
15.562 og lyftir „vísitölu dagvinnulauna"
upp í 160,9 stig). Leggja ber áherzlu á, að
misgengistalan 1,2% á einungis við „tíu-
þúsundkrónalaun" samkvæmt skilgreiningu
hér að framan og við dagvinnu eina. Að svo
miklu leyti sem ekki hafa komið til taxta-
tilfærslur, vantar nokkuð á, að hærra kaup og
einkum þó yfirvinnukaup hafi náð kaup-
mætti frá 1967.
Nú er rétt að líta á töflu II um tímakaup-
taxta Dagsbrúnár fyrir ýmislega vinnu. Þar
greinir í I. dálki kaup í september 1967 og
síðan í 2. dálki kaup það sem gilti í marz-
apríl-maí 1970 (verðlagsuppbót 30,84%).
Þar sézt einnig, að hækkun kaupsins frá 196 /
nemur frá 30 til 37% á tilgreinda taxta, að
sjálfsögðu minni á hærri taxtana en þá lægri
vegna skerðingarákvæða vísitölubótanna. I
3. dálki greinir það kaup sem vera þyrfti, ef
48