Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 15
A B D F G Aðrir
Reykjavík .... 4.601 7.547 20.902 3.106 7.167 456(K)
Kópavogur 493 881 1.521 615 1.252
Hafnarfjörður . . . 1.051 558 1.697 391 1019(H)
Keflavík 637 860 828 283
Akranes 388 481 618 307 264(H)
Isafjörður 337 276 526 154
Sauðárkrókur 126 352 291 79
Siglufjörður 244 263 317 321
Ólafsfjörður 108 123 251 86
Akureyri 753 1.663 1.588 727 514
Húsavík 177 230 144 (286 I + 125 H)
Seyðisfjörður . . . . 80 76 87 46 142(H)
Neskaupstaður 77 155 199 390
Vestmannaeyjar 526 468 1.017 543
9.598 13.933 29.986 4.448 11.533 2.287
13,37% 19,41% 41,77% 6,2% 16,07% 3,19%
í fyrsta sinn, Hallgrím Sæmundsson, kenn-
ara, með 169 atkvæði. 1966 hafði Alþýðu-
bandalagið 97 atkvæði í Garðahreppi þann-
ig að aukningin er veruleg.
Nú hefur verið rakin útkoma flokkslista
Alþýðubandalagsins á þeim 27 stöðum sem
G-listar komu fram. Auk þeirra stóð Alþýðu-
bandalagið að mörgum sameiginlegum list-
um sem ekki hafa verið nefndir hér. Þegar
dæmið er gert upp lítur það þannig út: G-
listar komu fram á 26 stöðum á landinu og
ef talin eru með atkvæði H-listans í Kópa-
vogi hefur Alþýðubandalagið fengið á 27
stöðum samtals 12.594 atkvæði. I kosning-
unum 1966 bauð Alþýðubandalagið fram G-
lista á 19 stöðum og ef einnig er talinn H-
listin í Kópavogi fengu þessir listar 12.353
atkvæði. Þannig er jafnvel um aukningu að
ræða þrátt fyrir klofningsbrölt flísanna sitt
hvors vegar við Alþýðubandalagið. Ef aðeins
er miðað við staði utan Reykjavíkur lítur
dæmið þannig út: 1966 fékk Alþýðubanda-
lagið 4.684 atkvæði (öll talan á Akureyri
innifalin) en 1970 5.427 atkvæði.
Ef litið er á fjölda sveitastjórnarmanna af
G-Iistum lítur dæmið þannig út að 8 sveitar-
stjórnarmenn hafa tapazt G-listum, en 13
sveitarstjórnarmenn hafa unnizt, þannig að
af G-lismm eru nú 5 fleiri sveitarstjórnar-
menn en 1966.
í heild má fullyrða að kosningaúrslitin
— sérstaklega í Reykjavík — gefi Al-
þýðubandalaginu geysilega möguleika til
þess að komast á mun sterkari fjölda-
grundvöll en það hefur nokkru sinni verið
og um leið til þess að verða samstæðari
og heilsteyptari sósíalískur flokkur en ís-
lendingar hafa átt um árabil. Að bjart-
sýni er mikill styrkur og Alþýðubanda-
lagsmenn í dag eru bjartsýnir, en það
er mikið verk að vinna.
55