Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 33
INNLEND SglBB ■
VÍÐSJÁ 1
Vorið 1970 er sannkallað baráttuvor;
kosningabarátta, harðvítug verkalýðsbarátta
og svo barátta námsmanna. Annars staðar í
heftinu er sagt frá kosningunum og úrslitum
þeirra, kjarabaráttunni og niðurstöðum henn-
ar og í þessum greinarstúf gefum við yfirlit
yfir námsmannabaráttuna.
Það má segja að barátta íslenzkra náms-
manna fyrir bættum kjörum hafi hafizt fyrir
augum almennings 12. apríl en þá birti a.
m. k. Þjóðviljinn skelegga greinargerð SINE,
Sambands ísl. námsmanna erlendis og mátti
af lestri hennar ráða að íslenzkir námsmenn
erlendis hyggðust ekki láta sér nægja álykt-
anir, bréfaskriftir og loðin svör ráðamanna.
SENDIRÁÐST AKAN
Það kom líka á daginn; um það leyti sem
100 ára afmælis Leníns var minnzt um
heimsbyggðina — meira að segja í Morgun-
blaðinu — tóku nokkrir íslenzkir námsmenn
sendiráð íslands í Stokkhólmi. Þetta var
mánudaginn 20. apríl, árdegis og barst frétt-
in þegar til Islands. Stúdentarnir héldu sendi-
ráðinu í tvo til þrjá tíma og sendu frá sér
greinargerð þar sem barátta námsmanna er
sett í þjóðfélagslegt samhengi — barátta
þeirra er talinn óaðskiljanlegur hluti baráttu
verkalýðsins fyrir betri kjörum og betra sam-
félagi, fyrir sósíalisma. Þessi atburður i
Stokkhólmi vakti feikna athygli og hrinti af
stað skriðu ályktana frá íslenzkum náms-
mönnum um alla Vestur-Evrópu, blöð á ís-
landi og Norðurlöndunum hinum birtu frétt-
ir og greinar af og til vikum saman, boðað
var til funda og ráðstefna, menntamálaráð-
herra var á þönum milli funda á milli þess
sem hann var í útlöndum, málið var rætt á
álþingi og hvar sem fólk hittist á götu, í
heimahúsum, í strætisvagni, var talað um
þessa töku sendiráðsins.
Það fór ekkert á milli mála að aðgerðirnar
í sendiráðinu vöktu í upphafi andúð megin-
þorra þjóðarinnar. Ráðherrar gerðu sitt til
þess að móta almenningsálitið gegn náms-
mönnum, Morgunblaðið, Tíminn, Vísir, Al-
þýðublaðið, blað hannibalista og sjónvarpið
gerðu sér far um að ala á andúð og almennu
menntamannahatri í framhaldi af aðgerðun-
um 20. apríl. En smá saman fjaraði þessi and-
úð út og breyttist í samúð með kjörum ís-
lenzkra námsmanna. Var margt sem stuðlaði
að því öðru fremur: Málflutningur náms-
manna var skýr og augljós. — Þúsundir Is-
lendinga höfðu af eigin raun annað hvort
sem foreldrar, frændfólk eða námsfólk kynnzt
kjörunum af eigin raun. Andúðin sem Gylfi
Þ. Gíslason og Morgunblaðið reyndu að
magna upp fjaraði út sem fyrr segir. Sumir
sögðu að námsmennirnir 11 í Stokkhólmi
hefðu skotið yfir markið — en Gylfi skaut
ekki aðeins yfir markið, hann lagði til at-
lögu við íslenzkt róttækt æskufólk og hann
hæfði sjálfan sig. Það kom m.a. fram í kosn-
ingaúrslitunum í Reykjavík í vor.
73