Réttur


Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 22

Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 22
RONNY AMBJÖRNSSON: HERBERT MARCUSE SPÁMAÐUR 1 STUDENTA UPPREISNUM Hér fer á eftir kafli úr nýlegri sænskri bók um námsmannahreyfingar síðustu ára, og heitir hún á frummálinu: „Frán Dutschke till Palach — översikt över studentrevolterna". Hún er í rauninni greina- safn margra höfunda, þar sem hver um sig fjallar um tiltekið land eða atburði. Eftirfarandi grein er eins konar fræðilegur inngangur að meginefni bókarinnar. Höfundur hennar, Ronny Ambjörnsson, er heimspekimenntaður maður, hálf-fertugur að aldri, og hefur hann bæði fengizt við háskóla- kennslu og blaðamennsku í heimalandi sínu, Sví- þjóð. Bókin mun ekki hafa fengizt í bókabúðum hérlendis en hún er aðgengileg i bókasafni Nor- ræna hússins. Háskólar uxu upp í jarðvegi lénsveldis á mið- öldum. Háskólarnir voru kirkjulegar stofnanir, kenn- arar og stúdentar voru kirkjunnar menn enda nefnd- ir klerkar. Kirkjan var einn af burðarásum í lög- stéttaskipan lénsveldisins. Þær hugmyndir og þau gildi, sem fram voru borin í kennslu háskólanna, stefndu að því að treysta þjóðfélagsskipanina. A miðöldum voru engar greinir með háskóla og þjóð- félagi, hvort um sig féll að hinu svo að hvergi sá missmíði á. En er vöxtur verzlunarauðvalds og aukin áhrif borgarastéttar breyttu svip lénsskipulagsins á 16., 17. og 18. öld, urðu háskólarnir vígi afturhalds- ins í álfunni. Vísindi og hugmyndafræði háskóla- kennara voru mótuð að kröfum lénsveldisins, og þau fóru í bága við það borgaralega þjóðfélag sem nú var að verða til og festast í sessi. Forustu- menn borgarastéttarinnar og menntamenn, t.d. rit- höfundar upplýsingarstefnunnar frönsku, menn eins og Voltaire og Diderot, réðust að háskólunum og drógu dár að þeim, einmitt fyrir að vera lénsveldis- stofnanir. Þau vísindi sem borgarastéttin aðhylltist spruttu upp utan háskólanna. Á þessum tíma var lénsskipulagið enn við lýði, enda þótt vald borg- arastéttarinnar væri í örum vexti. Þess vegna höfðu rannsóknir og fræðistörf gagnrýnu hlutverki að gegna, og þau voru hættuleg þjóðfélagsbygging- unni. Námsmenn og vísindamenn sóttust eftir borg- aralegu frelsi, sem var ekki samrimanlegt lénsveld- isháskólunum. Þeir sóttust eftir frelsi fyrir einstakl- inginn þvert á lögstéttaskipanina, og þeir fóru fram á tjáningar- og prentfrelsi. Er borgarastéttin komst til ríkis í flestum Evrópulöndum á 19. öld, umskapaði hún háskólana í þeim anda, er valda- baráttan hafði fóstrað. Háskólarnir áttu umfram allt að vera frjálsir, sögðu menntamenn borgaralegs frjálslyndis. Og í frelsinu fólst hjá þeim það, að háskólunum skyldi ekki íþyngja nein þröng starfs- eða sérgreina-sjónarmið. Einn af andlegum for- vígismönnum frjálslyndu stefnunnar á 19. öld, John Stuart Mill, ritar á þessa leið: Háckólum er ekki ætlað að láta i té þekk- ingu cr leggi menn í mót, svo að þeir falli að ák/eðnu starfi. Hlutverk þeirra er ekki fyrst og fremst það að unga út duglegum málfærslumönnum, læknum eða verkfræð- ingum, heldur ala upp fróða og menntaða menn. Menn eru fyrst menn, en siðan geta þeir verið lögfræðingar eða læknar eða kaupsýslumenn eða iðjuhöldar. Það sem kandidatinn á að flytja með sér úr háskól- 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.