Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 4
króna. Hækkun dollargengis varð 32,5%.
Þetta var 6 dögum eftir að Bretar höfðu tii-
kynnt um 14,3% lækkun á gengi pundsins.
Auk Islendinga lækkuðu aðeins Danir og
Spánverjar gengi gjaldmiðils síns í Evrópu.
Áhrif gengislækkunarinnar voru nokkra
mánuði að skila sér til fulls í verðlagi. En
ekki var nóg að gert, og 3. september 1963
var lagt á 20% innflutningsgjald. Það var
raunar ekki nema eins konar loftvarnarmerki
um það, sem í aðsigi var (og hefur væntan-
lega komið sér vel fyrir ýmsa). 11. nóvember
1968 Iækkaði Seðlabankinn enn gengið, og
fór þá bandaríkjadalur upp í 88 krónur.
Hækkun dollargengis varð nú 54,4%. A
einu ári hafði því dollarinn og flestar aðrar
gjaldeyristegundir hækkað um 105% en
sterlings pund um 75%. Þetta hafði að sjálf-
sögðu afar fjörgandi áhrif á verðlagið. Á
einu ári, frá 1968 til 1969, reyndist verðlag
samkvæmt neyzluvísitölu stíga um 24,1%, en
það er líklega heimsmet í landi, sem ekki á
í styrjöld.
Kaup er vísitölubundið á þann hátt, að
með ákveðnum fresti er bætt aukagreiðslum,
verðlagsbótum ofan á umsamið grunnkaup,
í hlutfalli við hækkun á framfærslukostnaði
samkvæmt vísitölu.
Dýrtíðaruppbót eða verðlagsbætur var
fyrst farið að greiða hér á landi árið 1940,
og stóð svo samfleytt fram til ársins 1960.
Fyrsm 10 árin voru verðlagsbætur reiknaðar
á mánaðar fresti, en síðan á 3ja mánaða fresti,
og er svo enn. I upphafi „viðreisnar" sinnar
árið 1960 ákvað núverandi ríkisstjórn að
banna allar verðlagsbæmr á kaup (4. grein
efnahagsmálalaga). Með júnísamkomulagi
1964 var ákveðið að taka að nýju upp verð-
tryggingu launa, og var greidd verðlagsupp-
bót eftir því fyrirkomulagi frá marz 1965 til
nóvemberloka 1967.
Seint í nóvember 1967 setti ríkisstjórnin
lög, sem afnámu verðtryggingu laun1. „þar
til annað hefur verið ákveðið með samning-
um stéttarfélaga og samtaka vinnuveitenda".
Jafnframt var kveðið á um aukningu verð-
lagsuppbótar í sama hlutfalli og vísitala vöru
og þjónustu á nýjum grundvelli hafði hækk-
að frá 1. ágúst til 1. nóvember 1967 (að öðru
leyti var nýi grundvöllurinn ekki tekinn upp
fyrr en 2. janúar 1968). Þessi ráðstöfun þýddi
3,39% hækkun kaupgjalds 1. desember
1967, og hélzt það kaup fram til 18. marz
1968, er nýir kjarasamningar voru gerðir.
Rétt er að staldra ögn við þessi 3,39%,
því að bak við þau er talsverð saga, og þar
er upphaf að þeirri þróun kjaramála, sem
síðan hefur orðið.
Verðlagi var haldið í skefjum á „verðstöðv-
unar"tímabilinu frá hausti 1966 til hausts
1967 með miklum og sívaxandi niðurgreiðsJ-
um á vöruverði. Sumpart upphófu þær verð-
hækkanir, en duldu þær sumpart, þannig að
þeirra gætti ekki í vísitölu framfærslukostn-
aðar. Þetta var því aðéins hægt, að vísitalan
var úrelt orðin og grundvöllur hennar mjög
skakkur rniðað við neyzluvenjur. Á „verð-
stöðvunartímabilinu" var því um kjararýrnun
að ræða lijá launþegum, þótt kaupgreiðslu-
vísitala væri í sambandi, því að engin hækkun
mældist. Þegar hinar sérstöku „verðstöðvun-
ar"-niðurgreiðslur voru felldar niður haustið
1967, stökk vísitalan úr 195 stigum í 205
(1. nóv.), og hækkaði þannig um 5,64%.
Þetta var raunveruleg verðhækkun, að nokkru
komin fram áður þótt dulin væri, og hana
hefðu launþegar átt að fá að fullu bætta að
verðtryggingarlögunum. Nú voru þau lög
felld úr gildi, og hækkunaráhrif af niðurfell-
ingu niðurgreiðslna bætt með annarri vísi-
tölu en þeirri, sem mældi lækkunaráhrifin er
þær voru settar á. Launþegar fengu 3,39%
kauphækkun í stað 5,64% (hið minnsta), og
þannig tapaðist þeim rúm 2%.
44