Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 12
leitt illa eftir kosningarnar. Flokkurinn vann
að vísu mann í Reykjavík, en tapaði miklu
sums staðar, t. d. meirihlutanum í Borgarnesi,
tapaði í Keflavík og Vestmannaeyjum og á
Austurlandi öllu virðist fylgi Framsóknar-
manna mjög í rénum, en þar hafa þeir til
þessa yfirleitt haft ríflegan meirihluta meðal
kjósenda.
Hannibalistar eru sjálfir óánægðir með út-
komu F-listans í Reykjavík; mættu þó vera
ánægðir því að listinn fékk talsvert persónu-
fylgi Steinunnar Finnbogadóttur umfram al-
mennt fylgi hannibalista. Hannibalistar eru
afar óánægðir með frammistöðu Björns Jóns-
sonar í Norðurlandi eystra yfirleitt og sér-
staklega þó á Akureyri. F-listi kom aðeins
fram á Akureyri, á Húsavík var samið við
Alþýðubandalagið í trássi við Björn, á Ol-
afsfirði buðu hannibalistar alls ekki fram.
Fjallað hefur verið um útkomu Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík en hér á eftir verð-
ur greint frá útkomu flokksins í öðrum kjör-
dæmum.
VESTURL ANDSKJ ÖRDÆMI
Akranes: G-listinn fékk 307 atkvæði og
einn mann, Arsæl Valdimarsson, hafði einn
mann og 262 atkvæði síðast þegar Alþýðu-
bandalagið bauð eitt fram, 1962.
Borgarnes: G-listinn fékk 58 atkvæði og
og engan mann. Hafði síðast 63 atkvæði og
einn mann.
Hellissandur: G-listinn hlaut 49 atkvæði
og einn mann, Skúla Alexandersson. Alþýðu-
bandalagið átti ekki mann í hreppsnefnd síð-
asta kjörtímabil.
Grundarfjörður: G-listinn fékk 64 at-
kvæði og einn mann, Sigurvin Bergsson.
52
1966 fékk G-listinn 57 atkvæði og einn
mann.
Stykkishólmur: G-listinn hlaut 80 atkvæði
og einn mann, Olaf Jónsson. G-listinn hlaut
1966 100 atkvæði og tvo menn.
I Olafsvík var sjálfkjörið í hreppsnefnd.
VF.STFIRÐIR
Flokksframboð komu aðeins fram á stærstu
stöðunum á Vestfjörðum. Á Bíldudal studdu
Alþýðubandalagsmenn K-lista, sem hlaut 90
atkvæði, á Þingeyri H-lista sem hlaut 30 at-
kvæði og einn mann, Guðmund Friðgeir
Magnússon.
Isafjörður: G-listinn á Isafirði hlaut 154
atkvæði og einn mann kjörinn Aage Steins-
son. Hafði 1966 160 atkvæði og einn mann.
Isafjörður var aðalvígi Hannibals vestra. Þar
bauð hann ekki fram.
Suðureyri: G-listinn hlaut 50 atkvæði og
einn mann, Gest Kristinsson, og var þetta
í fyrsta sinn sem Alþýðubandalagið var með
sérstakt framboð á Suðureyri.
NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA
Þar var flokksframboð á þremur stöðunv.
Skagaströnd: G-listinn hafði 35 atkvæði og
einn mann, Kristinn Jóhannsson. 1966 fékk
G-listinn 55 atkvæði og einn mann kjörinn.
Sauðárkrókur: G-listinn fékk 79 atkvæði
og engan kjörinn. 1966 fékk G-listinn 96
atkvæði og einn kjörinn.