Réttur


Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 30

Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 30
Sannleikurinn um uppreisnina í Varsjá er fádæma hetjuhugur og fórnfýsi íbúanna í Varsjá. En sann- leikurinn um uppreisnina í Varsjá er lika hin kald- rifjaða ósvífni ákveðinna hópa og einstaklinga, sem misnotuðu hetjulund og fórnfýsi Varsjárbúa." Þeir úr stjórn Verkamannaflokksins og alþýðu- hersins, sem voru í Varsjá, komu saman 1. ágúst til þess að ræða undirbúning að bardögum um borg- ina, þegar sovétherinn og sá pólski her sem með honum barðist, (1. pólska herdeildin) færu að nálg- ast borgina þannig að von væri um sigursæla upp- reisn. Þá vissi enginn þessara manna að útlaga- stjórnin og AK hafði þegar gefið fyrirskipun um uppreisn 1. ágúst, til þess að ná borginni á sitt vald áður en sovétherinn og pólski herinn væru komnir það nærri að hægt væri að heyja baráttuna í samfélagi við þá með von um sigur. Fundurinn var í gömlu borginni og þegar Kliszko skilur við félaga sina eftir fundinn og heldur út í útborgina Zoliborz, sem liggur við Vislufljótið, verður aðalhluti foringjaliðsins: Boleslaw Kowalski, yfirmaður alþýðuhersins i Varsjá, Alexander Kow- alski, sem var í miðstjórn flokksins eins og Kliszko, o. fl. eftir í gömlu borginni. Fundinum hafði lokið kl. 3 um daginn og á heimleiðinni uppgötva þeir hver fyrir sig að uppreisnin er hafin, illa undirbúin, en byrjuð. Foringjar Verkamannaflokksins taka nú þá á- kvörðun hver á sinum stað að, þótt uppreisnin sé glæpsamlega undirbúin og ákveðin allt of snemma, þá verði fólksins vegna að berjast með í henni af öllum mætti og það gera þeir. Hermenn alþýðuhers- ins (AL) fá þvi fyrirskipanir um að berjast við hlið AK og gera það. Gekk það samstarf sæmilega, þrátt fyrir gagnkvæma tortryggni. Uppreisnarmenn höfðu aðallega þrjá borgarhluta á valdi sínu: gömlu borgina svokölluðu, Mokotów og Zoliborz. Sambandið milli þeirra var mjög lítið, einvörðungu gegnum skolpræsin og það með mikl- um erfiðismunum og áhættum. Það var barizt af hreysti við ofureflið, skortinn og vopnleysið. Aðalforingjahópur Verkamannaflokksins var i gömlu borginni og féllu þeir þar flestir í bardögun- um, en nokkrum tókst að bjarga eftir neðanjarðar- göngum til Zoliborz. Meðal þeirra er féllu var yfir- maður alþýðuhersins í Varsjá Boleslaw Kowalski. I Zoliborz var barizt áfram. Zenon Kliszko var þar sjálfur aðalleiðtogi alþýðuhersins. Samvinn- an v'.ð þá, sem stjórnuðu AK-liðinu var sæmileg, en hinsvegar hlýddu þeir einvörðungu fyrirskipun- um útlagastjórnarinnar, einnig eftir að greinilegt var að uppreisnin hafði misheppnazt, svo sem sjá mátti fyrir frá upphafi. Sovézki herinn og 1. pólski herinn komust þann 14. september til Praga, sem er útborg Varsjár austan Vislu-ár. Sprengdu nazistar allar brýr yfir fljótið, er þeir urðu að hörfa þann dag. Náðu upp- reisnarmenn i Zoliborz nokkru sambandi við sov- ézka og pólska herinn, er kom að gagni um vopna- sendingar og fleira. En dag frá degi versnaði að- staðan i Zoliborz. Þann 27. september gafst upp- reisnarliðið i Mokotów upp, og tók nú að þrengja að Zoliborz. Einbeittu nazistar nú öllu liði sínu að uppreisnarmönnum i Zoliborz með ferföidum yfir- burðum i mannafla. Stórskotaliði, skriðdrekum og flugvélum var nú beitt gegn mönnum, sem aðeins höfðu byssur og vélbyssur til varnar. Það var barizt af hreysti um hvert hús, en auðséð hvað verða vildi, spurningin var aðeins um daga eða klukku- stundir. 30. september komu endalokin. Forustumenn stjórnarherdeildanna fengu fyrirmæli frá yfirstjórn sinni um að gefast upp og láta nazista taka sig til fanga. Töldu þeir sig örugga um meðferð sem stríðsfanga, en hinsvegar var vitað að alþýðuher- mennirnir yrðu yfirleitt skotnir, ef nazistar næðu þeim. Lagði Kliszko og menn hans til að upp- reisnarherinn færi allur yfir fljótið með hjálp 1. pólska hersins og var sú hjálp til reiðu. En sam- komulag varð ekki. Pólsku stjórnarhermennirnir fylgdu sinum fyrirskipunum og gáfust upp fyrir nazistunum og fóru i fangabúðir þeirra. En leifar pólska alþýðuhersins brutust yfir fljót- ið um nóttina með aðstoð félaga sinna hinumeg- in. Kliszko varð að skilja konu sina, eins árs dóttur og móður eftir. Nokkrir féllu i bardögunum við fljótið fyrir kúlum nazista, en flestir þeirra kom- ust gegnum kúlnahriðina og yfir. Við hlið Kliszkos hljóp 12 ára drengur, sem verið hafði með honum allan tímann, Edward Patera, kallaður Maly, „sá litli". Nazistar höfðu drepið foreldra hans og fjögur systkini. Kúlurnar hittu hann og hann hné til jarðar. Kliszko tók hann upp og bar hann, siðan skiptust 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.