Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 47
Ernst Thálmann
Deutsche Widerstandskámpfer.
(Þýzkir andspyrnumenn). 1933—
45. Biographien und Briefe. —
Dietz Verlag. Berlín 1970. I—II.
Hin kunna útgáfustofnun Dietz
Verlag hefur gefið út mikla og
merkilega minningabók um þá
Þjóðverja, sem féllu í baráttunni
við Hitler-fasismann 1933—45:
drepnir í fangabúðum, dæmdir til
dauða eða tortímt á annan hátt.
Þetta er hetjubók þýzkrar frelsis-
hreyfingar. Þarna unnu saman
kommúnistar, sósialdemókratar og
borgaralegir frelsissinnar, börðust
saman gegn blóðugri harðstjórn
nazismans og létu lifið saman.
Alls eru birtar þarna myndir af
á fimmta hundrað andfasista, stutt
seviágrip, síðustu bréf margra
beirra, en alls er minnst á um
þúsund þeirra, er lifið létu og er
það þó aðeins lítill hluti allra
Þeirra, er urðu fasismanum að
hráð. Fremst eru myndir og ævi-
ágrip þeirra Ernst Thálmanns og
Rudolf Breitscheid, kommúnista-
°g sósíaldemókrataleiðtoganna, er
Rudolf Breitscheid
báðir létust i fangabúðunum í
Buchenwald í ágúst 1944. Hér
skulu aðeins nefnd örfá af þeim
nöfnum, sem islenzkir sósíalistar
munu margir kannast við frá fyrri
tið: Hans Beimler, sem komst úr
vitinu i Dachau, en féll i frelsis-
styrjöldinni á Spáni, Olgu Benario-
Prestes, myrt í gasofnum Bern-
burg 1942, Rudolf Claus, dæmdur
til dauða og hálshöggvinn 1935,
Liselotte Herrmann, fyrsta konan,
sem nazistar dæmu til dauða og
hálshuggu 20. júní 1938, hún var
29 ára og átti þá fimm ára son.
Walter Husemann, gaf út með
Schulze-Boysen, Adam Kuckhoff
og fleirum leyniblöð, tekinn loks
1942, kvalinn og dæmdur til dauða
og hálshöggvinn 1943, 33 ára.
Heinrich og Viktor Koenen,
bræðrasynir, synir bræðranna Wil-
helms og Bernhards Koenen, myrt-
ir 1942.
Theodor Neubauer, einn af beztu
þingmönnum Kommúnistaflokks-
ins, háði langa leynilega baráttu,
var i ótal fangabúðum, hálshöggv-
inn i Brandenburg-fangelsinu 1945.
Fiete Schulze, hafnarverkamaður-
Hans Beimler
inn i Hamborg, sem dæmdur var
þrisvar til dauða og í 260 ára
fangelsi og hálshöggvinn 1935.
Systkinin Hans og Sophia Scholl
stúdentar, teknir fyrir flugblaða-
dreifingu og drepin 1945. Eugen
Schönhaar, einn af foringjum
leynibaráttunnar drepinn ásamt
John Scheer, Steinfurth o. fl. 1.
febrúar 1934. Sonur hans Carlo,
sem flúði ásamt móður sinni til
Parísar, vann i frönsku mótspyrnu-
hreyfingunni, handtekinn og drep-
inn 17. apríl 1942 i Paris, 17 ára
að aldri.
Þannig mætti halda hetjusög-
unni áfram. Ágætur inngangur
fylgir þessum miklu minningarrit-
um.
Wiener Tagebuch. Mánaðarrit. —
Wien.
Franz Marek, sem Réttur hefur
áður sagt frá í sambandi við bók
hans „Heimspeki heimsbyltingar-
innar" (3. hefti 1969) hefur nú
tekið að gefa út timarit, sem kem-
87