Réttur - 01.01.1972, Síða 4
ráði íslandi og íslenzku fiskimiðunum, bar-
áttu Islendinga gegn þvi að þjóðin sjálf og
auðlindir hennar væru arðrændar sem ný-
lenda af yfirstéttum framandi þjóða.
Allt frá því á fimmtándu öld, — þegar
heita átti að danskt vald drottnaði yfir landi,
— hefur enskt og þýzkt útgerðar- og verzlun-
arauðvald rænt íslenzk fiskimið. Jafnvel áttu
þessar tvær erlendu yfirstéttir þá til að berj-
ast sín á milli á landi um hver betri hefði
aðstöðuna við áð ausa upp úr gullkistu Faxa-
flóa, — og ber heitið „þýzku búðir," þar sem
svissneska stassjónin nú stendur, enn vitni um
þau ítök, er þar voru.
Það eru því fyrst og fremst arðránshags-
munir enska auðvaldsins, sem kröfur vor Is-
lendinga til yfirráða yfir þeim auðlindum
vorum, sem eru skilyrði lífs vors, rekast á.
Og það eru jafnframt kröfur vorar að fá að
gera þær ráðstafanir, sem eru nauðsynlegar
til að tryggja viðhald og aukningu fiski-
stofnsins, — því oss er það alltof vel kunn-
ugt hve gersamlega hirðulausar arðránsklær
erlendra yfirstétta eru um áuðlindir þjóða
þeirra, sem þær eru að ræna. Þurrausin fiski-
mið annars staðar við Evrópustrendur og
uppurnar auðlindir um víða veröld bera vott-
inn um skammsýni og græðgi þessara afla.
Eins og Irland þá eru og íslenzk fiskimið
einhver elstu arðránssviðin, sem brezkt auð-
vald hefur hagnýtt. En þetta brezka auðvald
verður nú að horfast í augu við að heims-
veldi J>ess er að hrynja — og að brezka
þjóðin verður að fara að lifa fyrst og fremst
af sínum eigin auðlindum — og hefur
brezk alþýða vissulega af nógu að taka þegar
hún snýr sér að því að hagnýta í eigin þágu
þann auð, sem brezk yfirstétt hefur safnað
til Englands gegnum aldirnar.
Fram yfir síðasta stríð var það svo að sá
auðhringur, sem átti sterkust ítök í brezka
4
togaraflotanum, Unilever, átti um leið stærsta
togarafélag Þýzkalands, Norddeutsche Hoch-
seefischerei, og má mikið vera ef ítökin eru
ekki eitthvað svipuð enn. Hér er um næst-
sterkasta auðhring heims utan Bandaríkjanna
að ræða.
Vissulega mun auðdrottnum slíkum þykja
hart, ef kotkarlar nokkrir norður á Islandi
gerast svo djarfir að seilast til yfirráða yfir
eigin auðlindum, sem slíkir drottnar voru
vanir að ausa af.
Þess vegna siguðu þeir á okkur bryndrek-
um sínum 1958 og héldu sig hafa tryggt
sér arðránsvaldið um alla framtíð með land-
ráðasamningnum 1961. En Alþýðubandalag-
ið og Framsókn lýstu því þá hátíðlega yfir
á Alþingi, að samningur sá væri markleysa,
nauðungarsamningur, til kominn undir ógn-
un erlendra fallbyssukjafta, gæti því á engan
hátt Island bundið og myndu þessir flokkar
hafa hann að engu, er til valda kæmu. Og
síðán hefur ástand það, er orðið er um eyð-
ingu fiskistofna, gert það að óhjákvæmilegu
þjóðlegu og alþjóðlegu hagsmunamáli að
tryggja þá 50 mílna fiskveiðilögsögu, sem nú
er ákveðin einróma af Alþingi Islendinga.
Það er rétt fyrir þjóð vora að vera við-
búin hörðum átökum við þessa aðila, þótt
vart muni nú herskipum beitt. Viðskiptabann
við England og Vestur-Þýzkaland gemr vissu-
lega valdið okkur smáóþægindum, en að-
staða okkar er sterk: Við keyptum af Vestur-
Þýzkalandi fyrir 2396 miljónir króna á síð-
asta ári (jan.—nóv.), en seldum þangað að-
eins fyrir 701 miljón kr. Og sama hlutfall í
viðskiptum við Bretland er 2403 milj. kr.
móti 1639 milj. kr. — Svo miklu höfum við
ekki þurft að fórna í frelsisbaráttunni á þess-
ari öld, að við gætum ekki þolað þær skrá-
veifur, sem þetta auðvald og þeir, sem það
hefði áhrif á, kynni að gera okkur.
Höfuðatriðið er að nú stendur einhuga