Réttur


Réttur - 01.01.1972, Page 7

Réttur - 01.01.1972, Page 7
Þegar nú ilmurinn af væntanlegum olíu- gróða barst að vitum bandaríska auðgamms- ins í viðbót við alla aðra bráð, upphófust miklar ráðagerðir valdamanna Bandaríkj- anna um að herða á stríðinu í Indókína, svo og að steypa Sukarno af stóli í Indonesíu. Olíuhringar Bandaríkjanna, fyrst og fremst Standard Oil, eru voldugustu aðilar amerísks þjóðlífs. Bandaríkin flytja inn fjórðung allrar olíu, sem þau nota. Þriðjungur allrar fjárfest- ingar bandarískra auðhringa erlendis er í olíuframleiðslu. Og það er mikill gróði, gíf- urlegur gróði af þessari fjárfestingu: 1967 var gróðinn, sem fluttur var heim af fjár- festingu Bandaríkjanna í olíu erlendis, 1600 miljónir dollara, — það er: 360 miljónum meira en allur kostnaður vegna olíu erlendis. — Það er fyrst og fremst „þriðji heimurinn," heimur hinna fátæku þjóða, sem fær að kenna á amerísku fjárfestingunni. 70% af allri fjárfestingu Bandaríkjaauðvaldsins í þriðja heiminum er í olíu. Olían er ein aðalauðlind ýmissa þessara landa, — auðlind, sem bláfátækar þjóðir þessara landa þurfa að nota sér í framtíðinni, til þess að iðnvæðast og sigrast á örbirgð sinni. Þessurn auðlindum, þessum fyrirbeitum um afnám fátæktarinnar, er bandarískt auð- vald að rœna og svifta þœr. Og ef þær vilja ekki láta ræna sig, ef þær vilja fá að sitja að auðlindum sínum sjálfar, eins og við Islendingar að landi voru og fiskimiðum, — hvað þá? Þá er að dreþa þær, — eitra land þeirra, myrða börn þeirra, — eins og Bandaríkja- menn eru nú að gera í Víetnam, — og auð- vitað í nafni frelsis og lýðræðis, móti komm- únisma. En það var einn galli á morðherferðinni. Fátækir bændur í Víetnam börðust á móti og amerískir hermenn féllu, — og það varð óvinsælt í Bandaríkjunum að Bandaríkja- menn, — „our own boys'' — væru drepnir. Hvað áttu yfirvöld Bandaríkjanna nú til bragðs að taka? Það varð að vera hægt að myrða ódýrt, — þannig sem sé að það kostaði sem minnst bandarískt blóð. Og Nixon tilkynnti heimflutning banda- rískra hermanna. Nú skyldi afla sér vin- sælda fyrir forsetakosningar. En áfram skyldi barizt í Vietnam. Annars vegar átti að búa quislingaher Bandaríkjanna, — keypta, blekkta og kúgaða Asíumenn, — bandarískum vopnum. Það var mun ódýrara. Asíuhermaður kostar aðeins einn fimmtánda hluta þess, sem Bandaríkjahermaður kostar. Jafnframt skyldi „tæknin" bjarga olíufurstum Bandaríkjanna og bana bændaþjóð Vietnam. Og hver er sú „tækni"? Það eru morðárásir flugvéla, jafnvel sjálf- stýrðra, á fólkið í Víetnam, — þær kosta bara líf fárra amerískra flugmanna og fang- elsanir þeirra, er bjargast, og þá er hægt að væla út af þeim fangelsunum í útvörpum „hins frjálsa heims". Hitt er ódýrt: að sprengja sjúkrahús og skóla, þá deyja bara V íetnamar. Tækni — þar er eilrun landsins, eyðilegg- ing alls gróðurs um langa framtíð. Blaðlaus tré, eitruð mold, sviðin jörð, — það er menn- ingin og frelsið, sem „guðs eigin þjóð", ríkasta þjóð heims, — flytur hinni fátæk- ustu. En tæknin tekur framförum. Sprengjur, napalm, eitur, — alltaf má fullkomna þetta í rannsóknar- og drápstilrauna-stöðvum „frelsisins fimbulstorðar". Nýjasta „tækniframförin" er að gera manndrápið sjálfstýrt: ótal smáum radio- senditækjum er dreift um frumskógana, þau senda jafnóðum vitneskjuna um hvert hljóð, hreyfingu eða hitabreytingu — og nú verða 7

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.