Réttur - 01.01.1972, Page 10
umhverfis verksmiðjurnar. Vinnutíminn var
óheyrilega langur, 14—18 stundir á sólar-
hring og laun fjölskylduföður voru það lág,
að barna- og kvennavinna var fremur regla
en undantekning. Verkafólk var í upphafi
samtakalaust og óratími leið þar til stétta-
félögum tókst að bæta vinnuskilyrðin. Þann-
ig tíðkaðist barnavinna í Englandi fram á 19-
öld og í fyrsm unnu jafnvel 6 ára börn í
verksmiðjum og námum. Þessi lífsskilyrði
gat hin nýja verkalýðsstétt ekki sætt sig við
til langframa. Robert Owen upphafsmaður
samvinnuhreyfingarinnar benti á árið 1816
að takmörkun vinnudagsins væri fyrsta skref-
ið að frelsun verkalýðsstéttarinnar. Sá verka-
maður sem vinnur 14—18 tíma á sólarhring
gerir lítið annað en vinna, sofa og éta, þ. e.
að skapa öðrum auðæfi, en sjálfur á hann
ekki kost á að sinna hugðarefnum sínum,
einungis fullnægja brýnustu líkamsþörfum
að éta og sofa. Verkamaðurinn verður ein-
ungis vél og maðurinn sjálfur niðurbrotinn
andlega og líkamlega. Krafan um styttingu
vinnudagsins kostaði átök milli gróða at-
vinnurekandans og heilsu verkamannsins.
BARÁTTAN HAFIN
I fyrstu var t. d. í Bretlandi verkafólki
bannað að mynda stéttarfélög og á meðan
svo stóð á var öll barátta fyrir styttingu
vinnutímans örðug. Reynt var að skýrskota
til mannúðarsjónarmiða og hvetja til þess
að sett yrði löggjöf um tímatakmörk á vinnu-
degi barna og kvenna. En blindni þeirra er
aðeins eygðu gróðasjónarmið var mikil og
þar komst engin mannúð nærri. Þannig
kepptust atvinnurekendur, ráðherrar og hag-
fræðingar í brezka þinginu við árið 1832,
þegar rætt var um frumvarp til laga um
takmörkun vinnudagslengdar barna og ung-
linga í 10 klst., og lýstu þeirri skoðun sinni,
að tólf klukkustunda vinna væri bráðnauð-
synleg vinnudagslengd fyrir börn yngri en
12 ára.
Þá var því einnig haldið fram að sérhver
takmörkun löggjafans á vinnutíma myndi
verða líkhringing yfir brezkum iðnaði. Karl
Marx orðaði mótmæli sín við þessum rökum:
„Eins og blóðsugurnar gæm ekki lifað nema
á mannsblóði, jafnvel blóði barna”.1) En
hin ungu verkalýðssamtök voru óþreytandi í
baráttu sinni fyrir styttingu vinnudagsins og
áttu þau oft góða málssvara á þingi. Fag-
hreyfingin varð sterkari, en hið póliríska vald'
verkalýðshreyfingarinnar skorti til að knýja
fram kröfurnar á löggjafarsamkomum. Það:
var ekki fyrr en rýmkun kosningaréttar kom
til, að þingmenn létu undan til þess að geta
síðan biðlað til verkafólks í bæjum. Loks
árið 1848 var í brezka þinginu samþykkt
lög um 10 tíma dagvinnu barna og kvenna,
sem síðar náði einnig til karla, þar eð;
í fjölmörgum iðngreinum komust þeir ekki
af án þátttöku þeirra. Karl Marx taldi þessa.
lagasetningu mikinn sigur fyrir verkalýðs-
hreyfinguna og sagði um þetta í ávarpi fyrsta
Alþjóðasambandsins 1864 að:
„Þessi barátta um lögboðna takmörkun.
vinnutíma varð heiftúðugri fyrir það, að hún
snerti, að óttasleginni fégirnd undanskilinni,,
sjálft hið mikla deilumál milli blindra lög-
mála framboðs og eftirspurnar annars vegar^
sem eru grundvöllur hagfræðikenninga borg-
arastéttarinnar og hins vegar félagslegrar
stjórnar á framleiðslunni, sem byggist á skiln-
ingi og framsýni, en þar í felast hagfræði-
kenningar verkalýðsins. Þar af leiðandi voru
tíu stunda lögin ekki aðeins mikill sigur að,
því er snerti beinan hagnýtan árangur, held-
ur var Jx:tta sigur í grundvallaratriði. Þetta.
var í fyrsta sinn, sem hagfræðikenningar-
10