Réttur


Réttur - 01.01.1972, Síða 16

Réttur - 01.01.1972, Síða 16
KREPPUTEIKN OG MARKAÐSÖRYGGI ER KREPPA í AÐSIGI? Það hafa oft verið nokkrir kreppuboðar á ferð í auðvaldsheiminum eftir síðustu heims- styrjöld, en aldrei orðið úr þeim djúptæk kreppa á við heimskreppuna 1930 eða krepp- urnar þar á undan, sem komu nokkuð reglu- lega með tíu ára millibili. Stafar þetta af því að auðmannastéttin hefur lært nokkuð af marxistískri gagnrýni á auðvaldsskipulag- inu og gripið til þeirra ráðstafana, er kreppu- boðar sáust, að efla stórum öll ríkisafskipti til aukningar á atvinnu og kaupgetu, til þess að stöðva þannig framrás kreppunnar og snúa straumnum við. Stundum hefur og styrj- aldarreksmr verið notaður af auðvaldinu í sama skyni. Þeir kreppuboðar, sem nú eru á ferð, eru að því leyti alvarlegri en aðrir eftir stríð, að nú er ekki um neina samræmda stjórn á viðskipta- og fjármálum auðvaldsheimsins áð ræða eftir að auðmannastétt Bandaríkj- anna sagði umheiminum verzlunarstríð á hendur með ræðu Nixons 15. ágúst, lagði 10% innflutningstoll á fjölda vara og hljóp frá gullgengi dollarans. Franska blaðið Le Monde sagði um þetta að forseta Banda- ríkjanna hefði tekist „að velta erfiðleikunum yfir á ríkisstjórnir Vestur-Evrópu, sem vilja ekki, geta ekki eða þora ekki að beita Banda- ríkin þvingunum og heimta að þau stöðvi þetta glæpsamlega og meiningarlausa stríð", sem þau heyja. En hið dýra árásarstríð Banda- ríkjanna á Víetnam, er ein helzta orsök sí- fellds óhagstæðs greiðslujafnaðar þeirra, og hefur leitt til þess að þau auka í sífellu út- gáfu sína á pappírsdollurum, sem prangað var upp á Vestur-Evrópu sem gullsígildi og eykur stórum verðbólgu þar. Oll stóriðjulönd kapitalismans voru tengd svo náið saman vegna svipaðrar efnahags- starfsemi að útbreiðsla kreppu á þar greiða göm. „Industrie Kurier", borgarablað í Vest- ur-Þýzkalandi kemst svo að orði um þau: „Við erum nú eins og fjallgöngumenn bundn- ir saman. Ef einum af okkur skrikar fótur, hröpum við allir niður í gjána". Kreppuboðarnir í auðvaldsheiminum em óneitanlega margir: á fyrsm fjórum mánuð- um ársins 1971 var iðnaðarframleiðslan að- 16

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.