Réttur - 01.01.1972, Side 18
sætt og athuga einnig hvaða hættur vofa yfir
nú auk hugsanlegrar viðskiptakreppu Vestur-
Evrópu.
Bandaríkin eru nú mesti útflutnings-
markaður vor, taka við þriðjungi alls útflutn-
ingsins og jafnvel meiru. Það er ljóst hve
þýðingarmikið er að varðveita þennan mark-
að.
„Þriðji heimurinn" er sá aðili sem vegna
eggjahvítuhungurs síns þarf mest á okkar
eggjahvíturíku framleiðslu að halda, — og
á erfiðast með að borga. En ljóst er að
eftir megni verðum við að reyna að auka
viðskifti okkar við þjóðir þriðja heimsins,
einnig með tilliti til þess hverja samleið við
eigum með þeim í landhelgismálinu. En það-
an er ekki að vænta stórra hluta í viðskiptum
í svipinn, er bjargað gætu Islandi, ef til al-
varlegra tíðinda dragi í viðskiptum okkar
við lönd Vestur-Evrópu.
Hvað Vestur-Evrópu snertir, þá er ekki
aðeins hættan fyrir okkur á viðskiptakreppu
þar. Það er líka hugsanlegt að við lendum í
einskonar verzlunarstríði við Vestur-Þýzka-
land og Englandi. Við Islendingar þekkjum
af fyrri reynslu hrokann í auðvaldi slíkra
landa, ef því finnst kotkarl eins og Island
bjóða svo voldugum herrum byrginn. Islend-
ingar muna það enn þegar landhelgin var
færð út í 4 mílur 1952, og enska auðvaldið
setti bann á íslenzka fiskinn. Stóra-Bretland
hélt sig geta beygt Islendinga með slíku en
þeir áttu eftir að reyna annað. Þótt íhaldssöm
stjórn væri í landinu („helmingaskiptastjórn"
Ihalds og Framsóknar) þá hafði hún þó bæði
vit og manndáð til þess að snúa sér beint
til Sovétríkjanna og semja við þau um mikla
fisksölu, sem gerði bann Breta að engu. Við
megum búast við ýmiskonar hörðum ráðstöf-
unum Vestur-Þjóðverja og Breta á viðskifta-
sviðinu út af landhelgismálinu og þá er að
mæta þeim. Að vísu kaupum við miklu
meira af þjóðum þessum en við seljum þeim,
en viðskiptastríð við þær er engu að síður al-
varlegur hlutur, sem bregðast þarf við af
karlmennsku og forsjá. Og sama gildir sann-
arlega, ef viðskiptakreppa skyldi harðna í
þessum löndum og það valda oss einnig erfið-
leikum.
Sá aðili, sem Island gæti fljótast og örugg-
ast aukið viðskifti sín við, ef harðna tæki á
dalnum, eru Sovétríkin og önnur sósíalistísk
lönd. Athugum því helztu viðskiptamöguleik-
ana við þau.
VIÐSKIPTIN VIÐ SÓSÍALISTlSKU
LÖNDIN
Þegar róttækar stjórnir hafa setið að völd-
um á Islandi, fullar áhuga á að tryggja öllum
landsmönnum fulla atvinnu, hafa viðskiftin
við Sovétríkin og önnur sósíalistísk lönd ætíð
aukizt stórum, sökum þess öryggis, sem
kreppulaust efnahagskerfi þeirra bauð upp á.
Þegar nýsköpunarstjórnin sat að völdum
voru hafin hin stórfeldusm viðskifti við Sovét-
ríkin, — en þau viðskiftatengsl voru rofin
1948 af þeirri ríkisstjórn, er þáði Marshall-fé
og beygði sig fyrir skilmálum „kalda-stríðs"-
frumkvöðlanna í Washington. En þegar
bandamaður vor í Nato, Bretinn, gaf oss
sparkið 1952, sem fyrr segir, voru þau þó
hafin á ný.
Vinstri stjórnin, sem setti sér að útrýma því
landlæga og mikla atvinnuleysi, er hér var
1956, og gerði það, stórjók viðskiftin við
Sovétríkin og önnur sósíalistísk lönd, enda
var það ein höfuðaðferðin við útrýmingu at-
vinnuleysisins. Komst þá útflutningur á freð-
fiski til Sovétríkjanna upp yfir 30.000 smá-
lestir eitt árið og mun heildarframleiðsla freð-
fisks hafa náð því að verða 85 þúsund smá-
18