Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 21
DROG
AÐ
STEFNUSKRÁ
FYRIR
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
[„Réttur" mun smámsaman birta uppkast það
að stefnuskrá, er lá fyrir síðasta landsfundi Al-
þýðubandalagsins. Var það I fjórum aðalköflum
og birtist hinn fyrsti hér: „lnngangur“. Er ætlunin
að með þessu móti gefist flokksmönnum og fylgj-
endum gott tækifæri til þess að kynna sér stefnu-
skrána rækilega og búa sig undir frekari umræður
um hana. Jafnframt er minnt á ræðu Ásgeirs Bl.
Magnússonar i siðasta hefti Réttar og grein Hjalta
Kristgeirssonar í 2. hefti siðasta árs: „Hugleiðing-
ar um stefnuskrá."]
HVERS
VEGNA
SÓSÍALISMI?
Sósíalismi nútímans er til orðinn sem svar við
andstæðum auðvaldsþjóðfélagsins, jafnframt því
sem hann er tilraun til að sigrast á mótsögnum
þess og leysa það af hólmi. Hann felur i sér frá
öndverðu vísindalega greiningu á gerð þessa þjóð-
félags, þeim lögmálum, sem það lýtur, og þeim
innri mótsögnum sem marka alla þróun þess, þótt
i breytilegum myndum sé.
En samtímis er hann fræðileg leiðsögn um það,
hversu mótsagnir þessar skuli leystar og nýttir
til fulls i þágu vinnandi stétta og mannkynsins alls
þeir möguleikar, sem þróun iðnaðarþjóðfélagsins
hefur skapað, en samrýmast ekki þeirri umgjörð,
sem auðvaldið hefur markað því. Hér er ekki ein-
göngu um að ræða háþróaða tækni- og efnahags-
undirstöðu, heldur og margskonar framfarir menn-
ingar- og félagslegar, sem fylgt hafa þróun auð-
valdsskipulagsins, en það hefur um leið takmarkað
og afskræmt.
Þungamiðja efnahagskerfis auðvaldsins er auð-
söfnun ákveðinnar stéttar, (auðmanna), á grundvelli
stöðugrar útþenslu og fullkomnunar framleiðslu-
aflanna. Jafnframt krefst svo þetta efnahagskerfi
„frjáls vinnuafls" (þ. e. fólks án eigin vinnutækja
og aðstöðu), er auðstéttin hagnýtir eftir þörfum við
framleiðslutækin, sem hún ræður yfir. Efnahagsleg
lögmál þessa skipulags hafa það í för með sér,
að auðmagnið vex sí og æ og hleðst upp, samtímis
því sem það safnast á færri hendur, fáar en vold-
ugar samsteypur og valdamiðstöðvar fá æ meiri
tök á efnahagslifinu, en smærri fyrirtæki falla fyrir
ofurborð eða missa sjálfstæði sitt.