Réttur


Réttur - 01.01.1972, Side 22

Réttur - 01.01.1972, Side 22
reist á, þ. e. a. s. annarsvegar eigenda aðal- framleiðslutækjanna og hinsvegar launavinnu- fólks, sem myndar verkalýðsstéttina í viðasta skilningi þess orðs. 3. Mótsögnin milli nýtingar auðvaldsins á tækninni og þeirra möguleika, sem hún felur í sér til alhliða uppfyllingar mannlegra þarfa, stórfelldr- ar styttingar vinnutímans og breytingar á allri stöðu mannsins í heiminum. BREYTINGAR Á AUÐVALDSSKIPULAGINU Bæði fræðileg hlið sósíalismans og hin pólitíska horfa nú nokkuð öðruvísi við en i öndverðu, er grunnur var lagður að sósíalískri fræðikenningu og stjórnmálahreyfingu, auk þess sem þar koma til mismunandi viðhorf eftir löndum eða heimshlutum. I háþróuðum auðvaldslöndum hefur auðvaldinu tekizt að draga í bili nokkuð ur þeim mótsögnum, sem beinast ógnuðu tilvist þess. Þar hefur verið komið meira skipulagi á hina þjóðfélagslegu fram- leiðslu, og vinnandi stéttir hafa knúð fram innan rikjandi þjóðfélagskerfis stórfellda breytingu til hins betra á efnahagslegum lifskjörum sínum og félagslegum réttindum. En slíkir ávinningar geta þó ekki talizt tryggir og þurfa stöðugrar varðgæzlu við, meðan úrslitavöldin í þjóðfélaginu eru í ann- arra höndum. Á hinn bóginn hefur efnahagsbilið milli verkalýðs og auðstéttar sízt minnkað og mis- ræmið milli hins þjóðfélagslega veruleika og þess, sem unnt væri að framkvæma þegar í stað með sósíalískri skipulagningu, hefur aldrei verið jafn mikið. BARÁTTAN UM VALDIÐ Háþróað auðvaldsskipulag af því tagi, sem hér hefur verið á drepið, verður tæpast að óbreyttum aðstæðum lagt að velli með skyndiátaki. Baráttan gegn þvi hlýtur að miðast við ákveðna áfanga, en krefst jafnframt miklu róttækara inntaks en áður, ákveðnari hugmynda um sögulegt hlutverk sósíal- ismans. Sósíalísk hreyfing verður að læra að tengja í eina heild baráttu fyrir umbótum og þjóð- 22 Friedrich Engels Höfuðandstæður auðvaldsskipulagsins segja einkum til sín á þrem sviðum. Þar koma til: 1. Mótsögnin milli félagslegrar vinnu verkalýðs- stéttarinnar annarsvegar og hinsvegar skipu- lagshátta þeirra og eignarhalds, sem tengd eru séreignarréttinum og segja til sín jafnt við framleiðslu, dreifingu og neyzlu afurðanna. 2. Mótsögnin milli þeirra tveggja þjóðfélagshópa, sem auðvaldsframleiðsla fyrst og fremst er J

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.