Réttur


Réttur - 01.01.1972, Síða 25

Réttur - 01.01.1972, Síða 25
Og þar sem sósíalisminn sigrar við slikar aðstæð- ur, má hann ekki fela í sér neina skerðingu á þeim mannréttindum, sem þegar hafa áunnizt, heldur verður hann að útvíkka þau og gefa þeim raun- hæfara gildi. ALÞJÓÐAHYGGJA OG ÞJÓÐRÆKNI Alþjóðahyggja hefur fylgt sósíalismanum frá öndverðu. Framan af markaðist hún ekki eingöngu af þörf á samhjálp og samstöðu verkalýðs og verkalýðsflokka ólíkra landa í daglegri baráttu, heldur og þeirri skoðun, að sósíalísk bylting gæti eðli sinu samkvæmt ekki staðnæmzt við landamæri þjóðríkja, en þyrfti á alþjóðlegu athafnasvæði að halda. I þessu sambandi hefur stundum borið á nokkru vanmati á sögulegu hlutverki og gildi þjóð- riklsins og nauðsyn þess að tengja þjóðernissjón- armið og verðmæti markmiðum sósíalismans. En slík tengsl eru harla mikilvæg, bæði að því er varðar daglega baráttu alþýðunnar og fjarlægari markmið. Þvi er það líka, að sósíalistar verða að verja þjóðlega arfleifð og verðmæti gegn ásókn valdgráðugrar heimsvaldastefnu, sem ósjaldan birt- ist I gervi rótlausrar heimsborgarahyggju, en stefnir að því að fella í gildi eða má út þjóðleg sérkenni og viðhorf til að ryðja sér þannig braut til áhrifa og valda. Þá eru tengslin við þjóðararf og —verð- mæti ekki siður brýn, er að þvi kemur að skapa sósíaliskt samfélag og hlýtur sósialiskur flokkur að taka mið af því i öllu starfi sínu og tryggja það að þessi arfleifð fái að ávaxtast við ný skilyrði en þurrkist ekki út eða úrkynjist i innantóman þjóðar- rembing. Alþjóðahyggja sósialista er siður en svo andstæð sannri þjóðrækni og stefnir ekki að þvi að þurrka út einkenni einstaklinga eða þjóða held- ur að þvi að koma á samstarfi alþýðu víðsvegar um heim og bræðralagi þjóða, þar sem hver eigi þó sinn eigin streng og lag. Alþjóðahyggja og alþjóðleg viðhorf eru því snar þáttur sósíalískrar baráttu og þau alþjóðasambönd fagleg og pólitisk, sem verkalýðshreyfingin hefur eignazt, hafa yfirleitt gegnt mikilvægu hlutverki. Hitt er annað mál, að baráttunni fyrir sósíalisman- um verður ekki stjórnað frá neinni alþjóðlegri mið- stöð, né heldur getur neitt riki gert tilkall til sér- stakrar forystu á þeim vettvangi. Sögulegur ferill auðvaldsskipulagsins hefur ekki orðið alveg á þann veg er höfundar hins visindalega sósíalisma ætluðu í öndverðu, þróun þess orðið breytileg og mishröð eftir löndum. Þar við bætist svo ný- lendustefna, forn og ný, sem hraðað hefur efna- hagsþróun einstakra auðvaldslanda og bætt þar lífskjör á kostnað meirihluta mannkynsins. Auð- valdinu hefur þannig tekizt að halda nokkuð í skefj- um innri mótsetningum sínum i þróaðri hluta heims m.a. á kostnað hins vanþróaða hluta hans. Þessu hefur svo aftur fylgt þjóðfrelsisbarátta nýlendna og vanþróaðra landa oft með sósialiskri uppistöðu eða ívafi. Þetta og fleira hefur stutt að því, að forsendur fyrir þjóðfélagsbyltingu urðu ekki fyrst til i þeim auðvaldslöndum, sem háþróuðust voru, heldur i ríkjum, eins og t.d. Rússaveldi, þar sem auðvaldsþróun var fremur skammt á veg komin, en sérstakar aðstæður, svo sem arfur og óleyst verkefni eldri söguskeiða leiddu til pólitískrar kreppu og gerðu tiltölulega fámennri en baráttu- reyndri verkalýðsstétt fært að hafa forustu um valdatöku. Sósíalískar hreyfingar, sem komust til valda við slíkar aðstæður, urðu þvi fyrst að snúa sér að því að efla og auka hina efnalegu undir- stöðu og beittu oft ósósíalískum aðferðum í þvi skyni, svo sem skrifstofuvaldi og ýmiskonar harð- ræði. Þau þjóðfélög, sem þannig eru til komin, eru þvi siður en svo algild fyrirmynd um framkvæmd sósíalisma. En þótt þróun auðvaldsskipulagsins hafi verið mishröð og með ýmsu móti og frelsisbarátta verka- lýðs, alþýðu og undirokaðra þjóða standi á mis- munandi stigi í ýmsum löndum heims, er sósíaliskri hreyfingu full nauðsyn á alþjóðahyggju ekki síður nú en áður. Hinsvegar verður hreyfingunni að lær- ast að samhæfa hana betur þjóðernislegri arfleifð og viðhorfum. Nauðsyn sósíalískrar alþjóðahyggju verður enn brýnni, ef litið er til þróunar heims- valdastefnunnar, hversu banka- og iðnaðarvald hafa runnið saman og voldugir alþjóðlegir auðhringar lagt æ meir undir sig ýmsar atvinnugreinar margra landa og hversu forysturiki auðvaldsheimsins, Bandarikin, hefur riðið þétt net valda- og herstöðva um viða veröld og litur á sig sem sjálfskipaða lög- reglu auðvaldsskipulagsins hvarvetna. Það liggur í eðli sósíalískrar hreyfingar, að hún hlýtur að styðja frelsisbaráttu undirokaðra stétta hvar sem er sem og þjóðfrelsisbaráttu undirokaðra þjóða og vanþróaðra landa, einkum og sér í lagi er henni skylt að leggja sitt af mörkum til að forða mannkyninu frá hörmungum nýrrar heimsstyrjaldar. 25

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.