Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 27
hættir 1894 og 1895 vinnur hinn sósíalistíski verk-
lýðsflokkur Danmerkur, Sósíaldemókrataflokkurinn,
ásamt róttækum borgurum sigurinn yfir Estrup-
stjórninni. Sósíalistar hafa nú 8 menn á þingi og
blað beirra, Socialdemokraten, vex sífellt að út-
breiðslu og boðar af dirfsku og harðfylgi boðskap
sósíalismans. Þorsteinn Erlingsson er áskrifandi
þess þá og til dauðadags. Hann fylgist með í
baráttu þeirra af lífi og sál, er í flokknum og flytur
nú þann boðskap, sem gefið hefur dönskum verka-
lýð reisn og trú á mátt sinn og megin, út til
islands, þar sem verklýðshreyfing er enn ekki til
að heita má, en fyrstu visarnir taka nú að spretta
úr körgum jarðvegi.
Styrkleikur sósíalista i Þýzkalandi og Danmörku
vex ört á þessum árum, 1890 nær fylgi þeirra
við þingkosningar i Þýzkalandi 20% og 1903 ná
þeir sömu hlutfallstölu í Danmörku. Og til marks
um þau áhrif, sem farið er að gæta á Islandi í lok
áratugsins 1890—1900, skal þess getið að sú bók,
sem hinn ungi danski marxisti Gustav Bang (1871
—1915) ritar og gefur út 1899 kemur út á íslenzku
árið 1900: „Þjóðmenningarsaga Norðurálfunnar",
endursögð af síra Ólafi Ólafssyni í Arnarbæli, síð-
ar frikirkjupresti, og fjallar siðasti kafli hennar um
hreyfingu sósíalismans og kenningar Karls Marx.
Athugum nánar aðstæður allar, er „Brautin"
verður til, boðskap hennar, viðtökur og baráttuna.
1. „BRAUTIN" MÓTUÐ OG BIRT
„Brautin" er talin ort i febrúar 1895. Þorsteinn
hafði fyrst haft fyrirsögnina „Á leiðinni", siðan
„Komið þið með" og loks „Brautin". Kvæðið er
birt sem forustukvæði í tímariti Valtýs Guðmunds-
sonar „Eimreiðinni", þegar það hefur göngu sina
fyrri hluta árs 1895. Og svo birtist það í „Þyrn-
um“, er þeir koma út i Kaupmannahöfn 1897,
sem 1. bindi i „Bókasafni alþýðu", sem Oddur
Björnsson þá er að byrja á með stórhug og ris-
miklum fyrirætlunum.
„Brautin" er yljuð af öllum þeim þrótti og hug-
sjónaást, sem einkennir sósíalistiska flokka, þeg-
ar þeir eru að vekja verkalýðinn til baráttu og
stíga fyrstu og oft erfiðustu sporin. „Sá flokkur
í neyð yfir firnindin braust", kveður Þorsteinn.
27