Réttur


Réttur - 01.01.1972, Qupperneq 28

Réttur - 01.01.1972, Qupperneq 28
Hann hefur þá sjálfur verið að brjóta brautina með sósíalistum Danmerkur. Hann hefur sjálfur kynnst þeirri neyð — á Islandi og í Danmörku. „Dýpst gróf sig inn í mig sjón, sem ég sá hjer i koti á Eyrarbakka 1880 og önnur, sem ég sá í Litla Strandstræti í kjallara veturinn 1892—3", segir hann síðar í bréfi 20. marz 1907. Og hann hefur sjálfur fengið að kenna á þessari neyð. Efnið í hið ramma ádeilukvæði hans „örbirgð og auður" (ort i ágúst 1892) varð til, er hann var á gangi i auðmannagötu Kaupmannahafnar jóla- nóttina „þar sem skrauthallir auðkýfinganna standa hver við aðra. Ljósadýrðina og ilminn af réttunum lagði út á götuna. Jeg var bæði kaldur og svángur og gat úr hvorugu bætt", — en svo lýsti Þor- steinn siðar tildrögum þess kvæðis i viðtali við Jón frá Sleðbrjót.* Það var fátækt og skortur þess- ara ára, sem merkti Þorstein líkamlega fyrir lífið. „Mér er það vafalaust mál, að sulturinn fór með mig i blóðspýjuna og á spítalann", reit hann í fyrrnefndu bréfi. Þorsteinn þjáðist með danska verkalýðnum á bessum árum. Og hann berst við hlið hans. Hann hrífst með af allri þeirri fórnfýsi, sem einkennir þá starf hins fátæka flokks og fólks. Hann minnist þess tveim áratugum síðar, er hann heldur fyrir- lesturinn um „Verkamannasamtökin" fyrir Dags- brún og segir: „Um fátæktina skal ég geta þess, að þeir menn, sem gáfu út Social-Demokraten árið 1875 — höfðu hvorki efni á að greiða ritlaun, né að launa ritstjóra. Prentarasveinn, að nafni Wiin- blad, skrifaði ritgerðir í blaðið og setti þær á nóttunni og í frístundum sínum, og fékk ekkert fyrir". Sá Edward E. Wiinblad, sem Þorsteinn getur hér um, varð 18 ára formaður dönsku deildar hins sósíalistíska „Internationale" og varð siðar einn af helztu forustumönnum danskra sósíalista, áratugi ritstjóri Social-Demokraten og rikisþings- maður. Starf Þorsteins með dönskum sósíalistum mótar þá alþjóðahyggju, sem einkennir hann allt lífið. Og honum tekst með ágætum að sameina róttæka þjóðfrelsisbaráttu Islendingsins við alþjóðahyggju sósialismans, — og sá arfur hans hefur reynst íslenzkum sósíalisma mikið hnoss. Það er ef til vill táknrænt að einmitt sama árið og hann hneyksl- ar háskólaráðið með kvæðinu um Rask, skuli hann í samsæti fyrir Korsgaard*) ritstjóra ræða um að fylkja liði með róttækum Dönum í götubardögum. Og hann sýnir þessa tilfinningu með dönsku al- þýðunni einnig í því kvæði, sem hann skrifar í vasabók sína, þegar hann fékk áminninguna fyrir Rask-kvæðið hjá háskólaráði, — og varð það kvæði eigi fullgert og hefur ekki verið birt, en I því segir hann, eftir að hafa deilt hart á full- trúa danskrar yfirstéttar með „finu nöfnin", um blöðin I bók sögunnar, þau „svörtu": „Þau eru um hinna harmakjör,/sem hrepptu ei nöfnin fínu, /en urðu þeirra þrælaför/að þvo með blóði sínu". Jarðvegurinn, sem „Brautin" vex upp úr, er þvi hin byrjandi sósíalistiska verkalýðshreyfing Danmerkur með þeirri riku alþjóðahyggju, sem þá einkenndi sósíalismann. Birting þessa kvæðis sem forustukvæðis „Eim- reiðarinnar" talar hins vegar lika öðru máli um leið, sem og er táknræn fyrir aðstæðurnar við upphaf sósialismans á Islandi. Eimreiðin verður eins og vænta mátti af af- stöðu ritstjóra hennar, Valtýs Guðmundssonar, mál- gagn þeirra manna, er vilja einbeita sér að tækni- legum og efnahagslegum framförum á Islandi, — en semja þá heldur vopnahlé i sjálfstæðismálinu, sem mörgum þeirra fannst komið i þrátefli. Og með þeim skipuðu sér i þá fylkingu, sem siðar varð „Valtýskan" ýmsir róttækustu félagshyggju- menn landsins, eins og t. d. Þorsteinn Erlingsson og Skúli Thoroddsen, þótt ekki skorti þá heldur róttækni i sjálfstæðisbaráttunni. Það er nauðsynlegt, ekki sízt fyrir sósíalista, af því þeim finnst eðlilegt að tvinna saman í eitt þesca þrjá þætti baráttunnar: 1) fyrir tækni og efna- hags-framförum, — 2) fyrir félagslegum umbótum og gerbyltingu, — og 3) fyrir þjóðlegu sjálfstæði, — að gera sér grein fyrir því að þeir sem berjast fyrir einum þætti þessara mála á Islandi um síð- ustu aldamót, geta verið andstæðingar annars þáttar, — að t. d. vissir bændur, sem voru eld- heitir sjálfstæðismenn, gátu um leið verið argasta *) Kristen Peter Korsgaard (1846—1904), blaða- ritstjóri „Morgenbladet" um tíma. Þingmaður maður og þingmaður, byrjaði að gefa út Aften- 1889. Róttækur vinstrimaður. bladet, lýðræðissinnað síðdegisblað, 1887, siðar 28

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.