Réttur


Réttur - 01.01.1972, Síða 31

Réttur - 01.01.1972, Síða 31
En það voru til allrar hamingju fyrir Island til betri menn en Morgunblaðslýður 19. aldarinnar, sem kunnu að meta „Brautina" og önnur sósíal- istísk kvæði Þorsteins. 3. „ALDREI HEFUR MÉR OG MINNI LJÓÐASMÍÐ VERIÐ SLlKUR SÓMI SÝNDUR“. Hugsuður samvinnustefnunnar á Islandi, sósial- istinn Benedikt Jónsson á Auðnum, heillaðist af þeim boðskap, er Þorsteinn flutti I „Brautinni", enda þekkti hann kenningu þá áður og Ijóð- formið fagra hreif hann. 20. ágúst 1895 hafði sambandsfundur kaupfélag- anna komið saman til að stofna með sér samband 'slenzkra kaupfélaga. Það voru þingmennirnir Skúli Thoroddsen, Pétur Jónsson, Jón I Múla o. fl. sem þarna mættu fyrir kaupfélögin. Þeir ákváðu út- Qáfu „Tímarits kaupfélaganna", ritstjóri Pétur á Gautlöndum. Fyrsta timaritið kom út 1896 og þar skrifaði Benedikt á Auðnum greinina „Skipulag" °9 hefur að mottó-i „trúarjátningu" „Brautarinn- ar:" Ég trúi þvi sannleiki . . . Þessi grein Benedikts er sannarlega einskonar stefnuyfirlýsing samvinnuhreyfingarinnar þegar hún er að hefja göngu sína. Benedikt boðar þarna gildi samtaka almennt og sérstaklega samtaka alþýðu- fólks og gildi skipulags I þjóðfélögunum í mót- setningu við samkeppni og glundroða. Það sé nauðsynlegt að læra af reynslu stórþjóðanna, ekki nóg að fá tækni þeirra og verklegar framfarir, heldur og félagslegu nýjungarnar. „Hin gamla mannfélagsbygging, sem „rifin, fúin og rammskökk* er öll“ er þegar tekin að hrynja. Umbótamenn hinna siðustu tima, móralistar og sósialistar undirbúa nýtt ástand, þeir eru hróp- endur í eyðimörkinni“, — segir Benedikt. Hann ræðir um verkamannafélögin sem mynduð hafi ver- ið erlendis og sýnir fram á hvernig atvinnurekend- ur nútímans hafi nú tekið við af gömlu kúgurunum: „Kaupmennirnir — þessir atvinnurekendur með auð i höndum, en engu skipulagi háðir, — urðu brátt ofjarlar vorir og kúguðu alþýðu nær þvi eins hart og hið gamla skipulag". * Svo hjá Benedikt, i kvæði Þ.E. er „ramskekt". 31

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.