Réttur - 01.01.1972, Page 35
Einar Jónsson: ÖREIGAR
Einar Jónsson myndhöggvari var á
Hafnarárum sinum, einkum 1898 til
1904 undir áhrifum hinnar magn-
þrungnu ádeilustefnu raunsæislistar-
innar. „öreigar" eru sterkasta dæm-
ið, en einnig gætir áhrifa þessa tíma
j „Útlaganum" og „Brautryðjandan-
um.“
aðeins i höfuðborg islands, i Reykjavik." (Verka-
mannablaðið 13. sept. 1913.
En þótt vonbrigði Þorsteins með seinþroska is-
lenzkrar verklýðshreyfingar væru sár, hefur þó að
likindum hitt orðið enn meira áfall fyrir hann, er
forysta alþjóðlegu verklýðshreyfingarinnar brást
V|ð upphaf heimsvaldastríðsins 1914. Hann hafði
bundið svo miklar vonir við þá forustu, eins og
hann lýsti bezt i erindum í Dagsbrún, er hann
ræddi um alþjóðafund sósíalista í Basel 1912:
,,Og fundarefnið var eigi minna en það, að leita
úrræða til þess að fá enda á Balkanstríðið, sem
um tíma leit út fyrir að mundi kveikja í stórveld-
unum.
Þetta sýndist nú nægilegt fundarefni og hátt
siglt, en þó hugsuðu þessir menn hærra. Þeir réðu
ráðum sínum um það í fullri alvöru að koma í veg
fyrir öll strið framvegis. Þá er í mikið ráðizt, og
vera má að ýmsum hafi þótt þetta broslegt og
telji það aðeins barnaskap fyrir félitla menn og
35