Réttur


Réttur - 01.01.1972, Síða 37

Réttur - 01.01.1972, Síða 37
Þorsteinn Erlíngsson: I LANDSÝN (Ort í sept. 1896, birt 9. okt. 1896 í Bjarka). (Breytt i desember 1904). Nei, þjer tekst það aldrei að gera mjer geig, þó grúfirðu á ströndum og vogum; jeg sje á þér, þoka, að þú situr feig því sól fer að austan með logum; og þá lyfta fjöllin mín bládimmri brún, sem bíða hjer voldug og fögur; og dalirnir opnast með eingjar og tún, og islenzkar fornkappa sögur. Það tekst ekki, þoka, að þú gerir oss geig. þó grúfirðu á ströndum og vogum; Þú situr nú voldug, en samt ertu feig, því sól fer að austan með logum, og þá lyfta fjöllin mín bládimmri brún, sem biða hjer róleg og fögur, og dalirnir opnast með eingjar og tún og íslenzkar fornaldar sögur. Og þar áttu, fóstra, þinn framtiðarher: þinn frjálslynda únglínga skara, sem berst undir merkjunum vaskar en vjer og vogar þar djarfara að fara. Ef okkur ei veitist að vinna það neitt, er vert sje með öldum að geymast, þá getum við liddurnar leitast við eitt: að láta ekki nöfn þeirra gleymast. Og hjer er nú öruggur árdegis blær, þó ekki sje Ijettar en svona; en dagurinn hinn var svo heiður og skær, því hættum við aldrei að vona; og þegar að myrkrið af fjöllunum fer, er færra i byggðinni að hræðast, og þá verður skemtun að horfa á þann her, sem hjer er í þokunni að læðast. Þó þokan sje meinleg og hríðin sje hörð er hjerna þó gaman að vinna með hverjum sem elskar þig íslenzka jörð og arfarjett barnanna þinna. Að geymt yrði hjarta þíns heitasta blóð og heið væri göfuga bráin — til þess orti Jónas sín þjóðfrægu Ijóð, til þess er Jón Arason dáinn. Og senn kemur Glóey á gnipur og fjörð; og gott er að sjá hana skína, og gaman að elska þig, íslenzka jörð, og árdegisgeislana þína. Við vonum þú senn eigir svipmeiri þjóð og senn verði heiðari bráin; til þess orti Jónas sin þjóðfrægu Ijóð, til þess er Jón Arason dáinn. 37

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.