Réttur


Réttur - 01.01.1972, Síða 38

Réttur - 01.01.1972, Síða 38
HJALTI KRISTGEIRSSON: Doktor sritge r ð Jóhanns Páls Arnasonar Jóhann Páll Árnason, fæddur 1940 á Dalvik, Is- landi, nam á árunum 1960—1966 við Karlsháskól- ann í Prag og tók þar lærdómsgráðu i heimspekl. Það rit sem hér birtist er það fyrsta sem gefið er út eftir Jóhann í Þýzkalandi. Um er að ræða dokt- orsritgerð Jóhanns hjá prófessor Jiirgen Habermas, en með henni lauk framhaldsnámi Jóhanns í Frank- fúrt. Með þessum fáu orðum er Jóhann Páll Arnáson kynntur á kápusíðu bókar hans „Von Marcuse zn Marx'' (á íslenzku: Frá Marcuse til Marx), sem gefin var út í kilju- broti hjá bókaútgáfunni Luchterhand í Vest- ur-Þýzkalandi í nóvember á liðnu ári. Upphaflegt heiti ritgerðarinnar var „Mannfræðilegar hliðar krítísku kenningar- innar” og varði Jóhann hana til doktorsprófs við heimspekideild Háskólans í Frankfúrt á árinu 1970. Bók Jóhanns er nr. 54 í bókaflokknum Sammlung Luchterhand, en þar eru á ferð rit félagslegs efnis, svo og skáldverk, sem talin eru varpa ljósi á nútíma vandamál mannslífsins. Höfundar eru fyrst og fremst róttækir þjóðfélagsgagnrýnendur, bæði þýzk- 38 ir og erlendir, og meðal þeirra síðar nefndu má nefna heimsfræg nöfn eins og Asturias, Debray, Hobsbawm, Lukács, Sartre, Solsénít- sin. Er það Islendingum og einkum hreyfingu íslenzkra sósíalista mikill heiður að mennta- maður úr þeirra hópi skuli hljóta þá viður- kenningu sem felst í þessari útgáfu doktors- ritgerðarinnar. Bókin „Von Marcuse zu Marz'' er 250 lesmálssíður að stærð, og skiptist efni henn- ar í 9 kafla auk inngangs. Er fjallað um heimspeki þeirra marxísku fræðimanna sem kenndir eru við borgina Frankfúrt í Þýzka- landi, Frankfúrtarskólans, þeirra Adorno, Horkheimer og Marcuse. Þeir „endurupp- götvuðu'' Marx í mikilvægum greinum og drógu meðal annars æskuverk hans fram úr fyrnsku. En jafnframt var tileinkun þeirra á Marx takmörkuð, þannig að gagnrýni á fræðilegt viðhorf þeirra, „krítísku kenning- una”, felur því á vissan hátt í sér afturhvarf til Marx (samanber bókarheitið). I þessu sambandi eru verk Marcuse einna þakklátast viðfangsefni. Frankfúrtarskólinn leggur mik- ið upp úr ávinningum nýrri tíma sálfræði, J

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.