Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 3

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 3
Aætlun bandarísks hervalds um undirokun Islendinga Eftir andlát Roosevelts forseta 15. apríl 1945, tók Truman við forsetaembætt- inu. Hann hafði verið kosinn varaforseti sem verkfæri hernaðarklíkunnar og harðvítugasta afturhalds í auðmannastéttinni á móti vilja RooseVelts, sem vildi fá Henry Wallace sem varaforseta sinn. Ellefu dögum eftir dauða Roosevelts var raunverulega kalda stríðið gegn Sovétríkjunum hafið, þótt það yrði ekki opinbert gert fyrr en með Fulton-ræðu Churchills 5. mars 1946. 7. og 9. ágúst 1945 varpaði bandaríska hervaldið síðan atómsprengjunum á Hiro- shima og Nagasaki, myrti þar með í tveim skotum uppundir 300.000 karlmenn, kon- ur og börn og særði tugþúsundir. — Petta grimmdarverk var unnið af þessum valda- brjáluðu afturhaldsöflum fyrst og fremst til þess að sanna Sovétríkjunum einka- vald sitt á hinu nýja morðvopni og hræða þau þannig til undirgefni undir vald Bandaríkjanna, en drottna þeirra dreymdi nú um að verða herrar heims á hinni byrjandi „amerísku öld“ (Henry Luce í „Life“ og ,,Time“). Aður en 3 mánuðir voru liðnir frá þessu voðaverki, er beygja átti þjóðir heims í duftið fyrir „herrum heimsins“ krafðist bandaríska hervaldið, — eftir að hafa brotið „samninginn“ frá 1941 með því að fara ekki burt frá Islandi eftir stríðslokin í maíbyrjun 1945, — þess að fá þrjá hernaðarlega mikilvæga hluta af Islandi undir sín yfirráð sem bandarískt land til 99 ára og skyldu þar rísa hinar mikilvægustu herstöðvar og enginn Is- lendingur fá aðgang að þessu landsvæði, sem var Keflavíkurflugvöllur, Skerja- fjörður fyrir sjóflugvélar og Hvalfjörður fyrir herskipaflotann. (Undir Þyrli átti að grafa neðanjarðarhöfn fyrir kjarnorku- kafbáta.) Ólafur Thors lýsti þessum kröfum svo 20. september árið eftir: „í fyrra báðu Bandaríkin okkur um Hvalfjörð, Skerjafjörð og Keflavík. Tau fóru fram á langan leigumála, máske 100 ár, vegna þess að þau ætluðu að leggja í mikinn kostnað. Larna áttu að vera vold- ugar herstöðvar. Við áttum þarna engu að ráða. Við áttum ekki svo mikið sem að fá vitneskju um hvað þarna gerðist. Þann- ig báðu Bandaríkin þá um land af okkar landi til þess að gera það að landi af sínu landi. Og margir óttuðust að síðan ætti að stjórna okkar gamla landi frá þeirra nýja lahdi. Gegn þessu reis íslenska þjóðin“. 131

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.