Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 9

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 9
Norður-Ameríku yfir landi hér og landstjórn. Aldrei mun þetta hafa verið eins augljóst og eins niðurlægjandi og síð- asta árið. Nú eru hin amerísku stjórnvöld búin, eða munu hyggja sig búin, að temja þá sem á þarf að halda. Hægt sé að senda þá á loft líkt og arabískur olíufursti sendir taminn veiðifálka. Þeir hyggjast ná hverri bráðinni af annarri: Búnir að fá sprengju- held flugskýli, flugstöð, olíuhöfn að óskum. Næstu bráðir eru ratsjárstöðvar á Norðausturlandi og á Vestfjörðum, þrátt fyrir og í viðbót við allt sem gerfi- hnettir geta í té látið á hverju sekúndu- broti. Svokallaður utanríkisráðherra ís- lands er svo leiðitamur, það er að segja taminn, að hann vill að íslendingar verði lyrri til að biðja um þetta stríðsbrölt. Kannske man hann eftir hermangsgróða- lúokkinni, íslenskum Aðalverktökum. Heiti þeirra er haft með stórum staf í stíl við stóru stafina í „Varnarliði íslands".) Þar næsti skerfur, þar næsta „bráð", er að byggja, grafa inn í landið, stjórnstöð sem dygði og stæðist sjö daga algjört stríð, það er kjarnorkustríð sem væri stjórnað úr þeirri sömu stöð. Aðrar „Natóþjóðir", t.d. Danir og Hollendingar, neita að láta koma kjarn- orkueldflaugum fyrir milli fjóss og bæjar í sínum túnum. Hér segja ráðherradrusl- urnar yes og thank you að því er virðist við hverju sem er, líka amerískum bjór- dósum sem fleygt er til þeirra úti á víða- vangi, bara ef sendiherra Bandaríkjanna gerir það. Svolgra þetta í sig rétt eins og hverjir aðrir alikálfar úr döllunum sínum. Hærra ris reyndist ekki á merkisberum 40 ára sjálfstæðs lýðveldis. Sannast á okkur með réttu, að liver þjóð fái þá stjórnend- ur sem hún á skilið? Ég er hræddur um að ckki vanti þar mikið á. Er sama hvort vitnað er til undirskrifta fyrir 10 árum eða til skýrslu skriftaföður- ins mikla, Ólafs Þ. Harðarsonar, um skriftamál þjóðarinnar í fyrra, þegar 6 af hverjum 10 vildu hafa Kanann og láta hann borga, borga, borga. Við sem enn viljum andæfa, við gerum réttast í að meta stöðuna með sem mestu raunsæi. Andstaðan hér gegn ameríska hernum er á sinn hátt barátta við tvíhöfða þurs, í senn barátta bæði við „guð" og mammon. Guðinn er vitanlega í þessu til- felli hinn vestræni málstaður persónu- gerður í „Varnarliðinu", en djöfullinn sjálfur, ríki hans og allir árar, það eru rússar (sjálfkrafa með litlum staf), með alræði sitt, skoðanakúgun, fangabúðir og geðveikrahæli fyrir hverja frjálsa skoðun sem lætur á sér kræla, hernám í Afghan- istan og íhlutun í Póllandi. Þetta er alveg á hreinu, þetta með eðli og athæfi rússa, auk þes sem þeir sitja stöðugt um Island ofan sjávar og neðan. Þar er ekkert um að villast. Þeir eru með helvíti opið upp á gátt eins og gildru rétt við hvern búsgafl. Hver er svo skyni skroppinn, að sja ekki hve eindregið og sjálfsagt er að kjósa sér „Varnarlið“?!!! Hinn, Mammon, er ekki lengur and- stæða, heldur samherji hins rétta og góða, já hans annað eðli, nánast faðir og sonur. Gróðinn er ávöxtur, hold af holdi hersins á Miðnesheiðinni. Athæfi okkar herstöðvaandstæðinga, er að afneita þess- um guðum. Við frábiðjum okkur að luta þeim og dýrka þá. Þar með brjótum við taktinn í hringdansinum um átrúnaðar- goð alls fjöldans. Og við eigum að gera annað. Hin skelf- andi ógn nútímans er vígbúnaðarbrjálæð- 137

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.