Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 8

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 8
olíu, drifkrafti stríðsvélanna. Þriðja stór- framkvæmdin er svo ný flugstöð, sem betluð hefur verið út úr Bandaríkjaþingi. Sagt að hún eigi að vera íslensk. Hún er þó ekki íslenskari en svo, að herstjórn Bandaríkjanna hefur tryggt sér hana fyrirfram hvenær sem henni býður við að horfa. Atriði er það svo út af fyrir sig. að íslendingar hafa orðið sér til margfaldrar minnkunnar í sambandi við flugstöð þessa: Með því að betla hana, ekki einu sinni, heldur minnst í tvígang, með því að láta um leið narra inn á sig stöð sem bæði er of dýr til að byggja og of stór til að reka, og loks með því hvernig utanríkis- ráðherrann núverandi byrjaði verkið. Væri flugstöðin sú arna íslenskt samgöngu- mannvirki, hefði vitanlega samgönguráð- herrann átt að hefja verkið. Það var nú ekki alveg það. Geir utanríkisráðherra lét sig hafa að ganga í verk bandarískra her- foringja hefðu hlutirnir verið nefndir rétt- um nöfnum eftir eðli og umhverfi. þar sem her Bandaríkjanna hefur verið látinn fá hluta af okkar landi til að gera að hluta af sínu landi. Herinn gat búið sér til flugstöð, íslend- ingar einir haft þá gömlu sem Kanar „af- hentu" í stríðslok, lagað hana og stækkaö eins og þurfti. Þetta lá alltaf í augum uppi, hefðu landsmenn staðið á sínu. ísland hefur verið læst fastar og fastar í hlekki herjakeðju Bandaríkjanna. Nú er að verða hér eða orðin þýðingarmikil stjórnstöð, hvort heldur er í eftirlits-, að- vörunar- eða árásarskyni. Héðan á að greiða högg eða taka við höggum í versta falli. Lengi hefur leikið nokkur grunur á aö hér væri leynt kjarn- orkusprengjum. Islenskir valdamenn hafa svarið og sárt við lagt, að svo væri ekki. íslendingar hefðu aldrei leyft það og það væri ekki gert að stjórn íslands forspurðri. Hins vegar hefir eitt þekktasta hlutlaust fræðirit um alþjóðleg hermál komist að því, að hér gilda samskonar varúðar- og leyndarráðstafanir og í opin- berum atómvopnastöðvum Bandaríkja- hers. Frá sjónarhóli Pentagon, aðal- stjórnstöðvar hers Bandaríkjanna, liggur í augum uppi hve hentugt er að hafa hér atómstöð sem stendur undir nafni. Mér finnst algjör barnaskapur að trúa að svo sé ekki. Ég hefi átt leið fram hjá þeim felustöð- um hersins á Miðnesheiði, sem án efa geyma vopn. Þar eru munnar að göngum gröfnum inn í jörðina með gríðar löngu millibili. hverjum einum lokað með „lok lok og læs og allt úr stáli". Vitanlega sá ég þetta úr nokkrum fjarska og ekki sé ég í gegn um holt og hæðir og ekki þekki ég kjarnorkusprengjuna í sjón. En ég sá stílinn, sá skipulagið, verksummerkin. Mundi ekki einmitt vera næst sanni að geyma atómbombur svona, dreifðar með löngu millibili inn í dýpstu hraunhellum austur á Islandi, nógu andskoti langt frá Bandaríkjunum, nógu andskoti nálægt Rússum? Síðan þann maídag þegar þetta opin- beraðist mér, hefur mér ekki gagnað neitt að efast um atómstöð þarna. Svo yfir- þyrmandi lífsreynsla var að aka eins og komist varð umhverfis herstöðina dag- langt undir himingný, undir mistruöum þotuhimni við sortnandi sól. Ekki veltur nema hverfandi lítið á því hvað einn og einn, ég og mínir líkar, skynja og álykta um þennan þátt málsins. Ógnin felst í því að íslensk stjórnvöld viröist skorta algjörlega að hamla ögn gegn óvægilegri stigmögnum herstöðv- anna. Þau hamla ekk'i við lítt eða ckki dulinni ráðsmennsku pólitískra og hern- I aðarlegra valdamanna í Bandaríkjum 136

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.