Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 16

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 16
harðstjórar þeirra). En þær skuldir eru nú 360.000 milljónir dollara. Þjóðirnar geta heldur ekki greitt hina gífurlegu vexti, sem nú eru 40.000 milljónir dollara á ári. Blöð Suður-Ameríku hin bestu hafa birt ræðu Castros. Ákveðið hefur verið að þing helstu landanna komi saman 10. - 13. okt. í Montevideo í Uruguay til að ræða skulda- málið. Forsetar Cólumbíu (Belisario Betan- cour) og Venezuela (Jamie Lusinchi) komu saman 15. júní á landamærum landanna (Aranca-svæðinu) og kom þeim saman um að skuldaáþjánin væri orðin óþolandi byrði fyrir þjóðir þeirra og hindraði allar framfarir. Tollar og innflutningshöft á afurðir Suður-Ameríku eru orðin alger hindrun sölu, svo sem á sykur frá löndum Karíba- hafsins, á nautakjöt frá Uruguay og Arg- entínu, á stál frá Brasilíu og Mexíkó, á skó og aðra framleiðslu, svo og á járn- blendi frá Bólivíu og Perú. Forseti Brasilíu, Jose Garney, lýsti því yfir á blaðamannafundi að hann léti hvorki Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) né erlenda banka eyðileggja Brasilíu. — Útlendar skuldir Brasilíu eru nú yfír 100.000 milljónir dollara og vextirnir 55.000 milljónir dollara næstu 7 ár og ómögulegt fyrir þjóðina að greiða þá. Einnig í Mið-Ameríku er óróinn orð- inn mikill. Costa Rica skuldar erlendis 5.000 milljónir dollara. — í Dóminí- kanska lýðveldinu hefur verið harðvítugt verkfall og skotið hefur verið á verkfalls- menn. Pað á eftir að magnast andúðin á okur- valdinu bandaríska, en amerísku bank- arnir eru líka orðnir hræddir, þora ekki annað en lána meir og meir þó enginn geti borgað, — en setja um leið skilyrði um að þrengt sé kosti alþýðu — eins og íslensk alþýða þekkir af reynslunni. Fjármálabraskari einn kvað hafa sagt: Ef ég skulda bankanum eina milljón doll- ara, þá hefur hann tökin á mér, — en ef ég skulda honum 1.000 milljónir dollara, þá hef ég hann í greipum mér. — Það er sagt að ef Brasilía neiti að greiða skuldir, — lýsi sig gjaldþrota, — þá fari National City Bank í New York á höfuðið. — Það er þetta sem hinir voldugu bankar Banda- ríkjanna óttast. Verkalýðssambönd rómönsku Ameríku rísa upp gegn skuldaþrælkun Voldugir bankar Bandaríkjanna óttast nú þann bljómgrunn, sem áskorun Castros til skuldþrælkaðra ríkja hefur fengið. Dagana 1S. - 18. júlí kom saman voldugasta ráðstefna, sem verkalýðs- sambönd rómönsku Ameríku hgfa haldið, og var hún haldin í Havanna í Kúbu. Þar mættu 330 verkalýðs- leiðtogar frá 197 samtökum í 29 löndum. Á verkalýðsráðstefnunni var alger ein- ing og gífurlegur áhugi á að framfylgja þeirri stefnu að hnekkja skuldaþrælkun- inni, sem sífellt eykur fátækt og rýrir léleg lífskjör alþýðu í Suður- og Mið-Ameríku. I ályktun ráðstefnunnar, sem var ein- róma samþykkt, er m.a. krafist: „Afnáms, gjaldfrests, tafarlausrar stöðvunar eða ótakmarkaðrar framleng- ingar á allri greiðslu erlendra skulda að vöxtum meðtöldum.“ 144

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.