Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 30

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 30
Nícaragúa Eins og áður getur var FSLN stofnað í byrjun 7. áratugarins gegn einræðisstjórn Sómóza. Efnahagsleg og pólitísk yfirráð Sómóza-fjölskyldunnar í Nícaragúa grundvölluðust á Pjóðvarðliðinu sem kúgunartæki og samstarfinu við banda- rískt auðmagn sem aðferð til að hafa tangarhald á efnahagslífi landsins. Á ná- kvæmlega sama hátt og hjá einræðisherr- anum Stroessner í Paraguay var landið rekið sem nokkurs konar fjölskyldufyrir- tæki þar sem öll andstaða var brotin á bak aftur með ofbeldi. Sómóza-fjölskyldan og nánustu vildar- menn hennar sölsuðu undir sig verulegan hluta iðnaðar landsins og áttu jafnframt stór landsvæði. Spilling, mútur og ógnan- ir einkenndu valdaferilinn. Þetta hafði það í för með sér að borg- araleg öfl utan Sómóza-fjölskyldunnar voru óánægð með stjórnina. Við lok 7. áratugarins gerðu skæruliðar FSLN stjórnvöldum marga skráveifuna, m.a. með árásum og skemmdarverkum á-hern- aðarmannvirkjum í landinu. Þetta ýtti undir þá, sem vildu Iosna við Sómóza án þess að til neinna grundvallarbreytinga kæmi. En Bandaríkin höfðu áfram traustatak á landinu. í byrjun 8. áratugarins voru 80 af hverju hundraði erlendra fjárfestinga komnar frá Bandaríkjunum, árið 1981 jókst innflutningur frá Bandaríkjunum um 50 af hundraði. FSLN vildi róttækar breytingar þó að hreyfingin væri hvorki kommúnísk eða sósíalísk. Borgaraleg andstaða myndaði UDEL, Lýðræðislega frelsisbandalagið, árið 1974 undir forustu Pedro Joaquin Chamorro og var enn þá reiðubúin til samkomulags við Sómóza um málamiðlun. UDEL var fyrst og fremst málsvari smáborgarastétt- arinnar, en hreyfingin var til orðin úr mörgum stjórnmálaflokkum þar á meðal frjálslyndaflokknum, íhaldsflokknum og sósíalistaflokknum, ásamt ýmsum verka- lýðsfélögum. Barátta FSLN árangursrík Par sem skæruliðar FSLN gerðu djarf- legar atlögur að her Sómóza, — þeir réð- ust m.a. á meiri háttar hernaðarmann- virki í október 1977, — stefndi UDEL aftur á móti að friðsamlegu samkomulagi, en að baki þeirrar stefnu lá líka hræðslan við að sigurganga FSLN gæti ógnað hags- munum aðildarsamtaka UDEL. En for- ustumaður UDEL, Chamorro, var myrt- ur af fylgismönnum Sómóza í janúar 1978 og Iýsti UDEL þá yfir allsherjarverkfalli í landinu. Lítill árangur varð af því og veikti þetta möguleika UDEL til að hafa forustu fyrir andspyrnunni. í maí 1978 var FAO, Breiða andspyrnufylkingin, stofnuð, en í henni sameinuðust ýmis borgaraleg og smáborgaraleg öfl. En jafnvel innan FAO voru skiptar skoðanir um hver stefnan skyldi vera. íhaldsflokkurinn neitaði að samþykkja þá opinberu stefnu FAO að FSLN ætti að fá aðild að lýðræðislegri ríkisstjórn. Meðan á þessu gekk hélt FSLN áfram árangursríkum árásum sínum á stjórn Sómóza, þrátt fyrir það að innan FSLN væru ýmsir skoðanahópar, stefnur og straumar. Sumir aðhylltust „hefðbund- inn“ skæruhernað, langvarandi alþýðu- stríð frá bækistöðvum uppi í fjalllendinu, aðrir vildu breikka andspyrnuna og draga með alla þá sem voru á öndverðum meiði við stjórnina og enn aðrir lögðu höfuð- áherslu á að byggja upp öreigaflokk sem 158

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.