Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 36

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 36
Umdæmið heims tæpt stendur. Og tekur svo hver vísan annarri skarp- ari við í 8. sálminum, m.a. þessi: „Minnstu, að myrkra magtin þver, þá myrkur dauðans skalt kenna; í yztu myrkrum og enginn sér aðgreining höfðingjanna.“ Eða: „Fyrst makt heims er við myrkur líkt, mín sál, halt þig í stilli; varastu þig að reiða ríkt á ríkismanna hylli.“ Og ekki verður dómur hans vægari, er að sjálfri krossfestingunni kemur (í 32. sálmi): „Yfirmenn allra fyrst óskuðu að drottinn krossfestist, almúgann svo í annan stað eggjuðum mest að biðja um það.“ Það þurfti ekki áhrif voldugra fjölmiðla nútímans til í auðvaldsins höndum. „Yfirmönnunum, er því vant, undirsátarnir hnýsa grannt eftir því, sem fyrir augun ber; auðmænast þó hið vonda er; hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.“ Og ekki var Jón biskup Vídalín mildari en Hallgrímur og ekki myrkur í máli, er hann slöngvaði ákærum sínum beint í andlitið á yfirstétt þessa lands, svo sem er hann segir (sunnudag í miðföstu): „Heyrið þér, Satans börn, ef nokkr- ir eru, sem megið orð mín heyra, eður til þeirra spyrja: eruð þér enn nú ekki óþyrstir orðnir af blóði fátæks almúga hér á landi? Nær viljið þér láta af að útsjúga hús þeirra, er yður forsorgun veita með sínu erfiði?“ „Og deyja svo fyrir kóngins mekt“ Byltingaröldurnar berast til Islands Það má næstum því segja að þegar neyðin hafi verið mest, hafi hjálpin verið næst. Þegar Lakagígir spúðu eisu og eim- yrju yfir landið og Móðuharðindin ætluðu næstum að ganga að þjóðinni dauðri. þá brutust út þær byltingar, er ollu því að Evrópa lék á reiðiskjálfi og konungaein- veldin riðuðu til falls. Jafnvel hingað út til íslands barst uppreisnarómurinn og berg- málaði jafnvei í svo háttsettum manni sem Magnúsi Stephensen, er hann orti: „Lúðrandi kóngar þá lerkaðir dratta, læra hjá Frönskunum manneskjurétt, heima í borgum sjá hentara að snatta en hlutast um annara stjórnarlög sett.“" Og klykkir svo út með þessari frómu ósk: „ísaland bundið þungt okið undir. Ó, að því brátt sé af hrundið.“ Og ekki má gleyma Jörundi og byltingu hans. 164

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.