Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 25
dygga aðstoð frá Víetnam, Sovétríkjun-
um og Austur-Evrópu hefur enn ekki tek-
ist að endurreisa svo mannlegt samfélag í
landinu að Kampúcheumenn hafi bol-
magn til að verjast þessum árásum einir
og eru því víetnamskir hermenn enn í
landinu. Er þetta notað blygðunarlaust
hér á Vesturlöndum til að sanna stríðseðli
Víetnam. Jafnframt er neitað að viður-
kenna stjórn Heng Samrin, forustumanns
andstöðuaflanna, en þjóðarmorðingin
Pol Pot studdur á allan hátt.
Kína snýr baki við Víetnam
Eftir að hafa einangrað Kína í áratugi
sneru Bandaríkin við blaðinu á öndverð-
um síðasta áratug og tók að vingast við
Kína. Þetta hafði tilætluð áhrif, Kína
sneri baki við Víetnam. Fyrst undir rós,
síðan opinskátt. Kína varð helsti banda-
maður Pol Pot og samhliða aðkastinu frá
Rauðu kmerunum hélt Kína uppi ýfing-
um á norðurlandamærunum. Gekk þetta
svo langt að Kínverjar réðust inn í Víet-
nam, en þar höfðu þeir misreiknað sig.
Víetnamar stóðu jafn einhuga gegn þess-
um innrásaraðila eins og þeir höfðu stað-
gegn Bandaríkjunum áður og urðu
Kínverjar að hrökklast heim, eftir að
hafa þó unnið svívirðileg ofbeldisverk.
Vestrænir „Kínverjar“
Allar ofangreindar hörmungar eru not-
aðar með öfugum formerkjum hér á
Vesturlöndum til að sverta Víetnam,
jafnvel uppskerubrestur sem þeir hafa átt
við að glíma og stafar ekki síður af völd-
um manna en náttúru er notaður til að
»sanna“ að „gulingjarnir“ séu óhæfir um
að ráða sér sjálfir.
Nú er ekki við öðru að búast af heim-
svaldasinnum, en hitt er undarlegra að
Eitt af þeim 2 milljónum fórnarlamba sem Pol Pot
lét drepa.
ýmsir sem áður sögðust vinir Víetnam
taka þátt í þessum söng og býsnast yfir
hve vondir Víetnamar eru við vesalings
Pol Pot. Hvernig má það vera að fólk sem
fyllst hefur heilagri reiði yfir glæpaverk-
um Bandaríkjanna í Víetnam geti nú
snúið svo gjörsamlega við blaðinu? Skyldi
það vera vegna þess að fyrir ungt fólk úr
efri lögum samfélagsins í foreldraupp-
reisn séu Asíubændur ágætir meðan þeir
eru píslarvottar, en sem sigurreyfir sósíal-
istar með góð sambönd við skrattann
sjálfan, Sovétríkin, verða þeir persónuleg
ógnun við miðaldra fólk á framabraut?
Bandarísk millistétt og
bandarísk vanþekking
Hvað sem því líður hefur stuðningur-
inn við Víetnam í mörgum tilvikum rist
153