Réttur


Réttur - 01.08.1985, Side 14

Réttur - 01.08.1985, Side 14
Rísa skuldaþjóðir rómönsku Ameríku upp gegn heimsokraranum ppíRI o 7 Ræða Castros um að neita * skuldagreiðslum fær hljómgrunn víða 7. júní 1985 flutti Fidel Castro, forseti Kúbu, mikla ræðu á alþjóðafundi kvenna frá flestum löndum Ameríku. Ræddi hann þar hin miklu félagslegu vanda- mál þessara landa og þó framar öllu hið vægðarlausa arðrán, sem þau eru beitt af hálfu Bandaríkjaauðvaldsins. Sérstaklega tók hann fyrir hinar gífurlegu skuldir, sem hlaðist hafa á þessi lönd, fyrst og fremst vegna hækkunar á gengi dollarins, hækkunar á vöxtum og innflutningshöftum gegn afurðum þessara landa. Hét hann á þjóðir og stjórnir þessara ríkja að sameinast um að neita að greiða bandarísku bönkunum lán og vexti. Ræðu hans og tillögum var tekið mjög vel á þinginu og samþykktir gerðar í þeim anda. Þann 18. júní var samþykkt á einskon- ar efnahagsþingi rómönsku Ameríku að taka Kúbu inn í samtökin. Samþykktin var gerð með 140 atkvæðum gegn 25 og var það fyrst og fremst fasistaríkið Para- guay, sem var á móti. Síðan fóru undirtektirnar undir hina róttæku tillögu Castros brátt að sýna sig í hinum ýmsu ríkjum rómönsku Ameríku. Ráðherra Bólivíu, Freddy Justiniano, tilkynnti bankanefndinni að Bólivía greiddi ekki eyri í vexti til einkabankanna bandarísku. — Astandið í Bólivíu er þannig að landið á að borga í ár 1269 mill- jónir dollara, afborganir og vexti. En allt útflutningsverðmæti landsins er áætlað 780 milljónir dollara. Forseti Perú, Alan-Garcia, skorar á

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.