Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 13

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 13
ur þeirra eru börn, sem oft þjást af ólæknandi sjúkdómum. Verst er þó að að meðaltali deyja 90 þúsund manna á dag úr hungri, — m.ö. orðum 33 milljónir manna á ári... Athugið svo að á síðasta ári var um það bil 700 milljörðum dollara varið til vopnakaupa. Reiknið: Það þarf ekki nema 2 dollara til að fæða mann á dag: 700 dollara á ári. Féð, sem varið var til vopnakaupa, hefði nægt til að bjarga einum milljarði manna, — þ.e. 30 sinnum fleirum en hungurdauðinn krafðist.“ Rísa þeir arðrændu og hungruðu ein- hvern tíma upp frekar en bíða hungur- dauða — og er auðvaldinu þá ekki ódýr- ast að beita kjarnorkusprengjum? Er ástandið svona slæmt af því mannkynið sé svo fátækt? F*ví fer frjarri. Mannkynið hefur aldrei verið ríkara en nú að auð, tækni og möguleikum. Hjá öllum fremstu iðnaðarlöndum heims er verið að minnka landbúnaðarframleiðslu, -— líka hér —, af því hún selst ekki! í ýmsum iðnaðarlöndum er aðeins 50% framleiðslugetunnar hagnýtt. Og svo fara ótrúlegar fjárhæðir í vopnabyrgðir. Það væru til allsnægtir handa öllum, ef allir möguleikar væru hagnýttir. Til þess þarf skipulag á allri framleiðslu í þeim tilgangi að fullnægja þörfum allra mannanna barna, — ekki tilviljunarkennt brask í þeim tilgangi einum að græða á því pen- inga, — m.ö. orðum: Sósíalisma í stað kapítalisma. „Rand Corporation“, sem annast viss- ar rannsóknir fyrir Pentagon, hermála- ráðuneyti Bandaríkjanna, lagði nýlega skýrslu fyrir Pentagon um hvað innrás í Nicaragúa myndi kosta. Skýrslan sýndi að innrásin myndi verða Bandaríkjunum svo dýr, að þau ættu erfitt með að standa við skuldbindingar sínar annarsstaðar í heim- inum. — Hvað ef „órói“ yrði í Asíu aust- arlega á meðan ráðist væri á Nicaragúa og það tæki mánaðartíma að sigla suður fyrir Afríku með vopnaútbúnaðinn! Am- eríska blaðið „Newsweek“ ritar háðslega um þessi mál: „Til allrar óhamingju fyrir Bandaríkin, þá eru það fá hernaðarsvæði í heiminum, sem eins auðvelt er að her- taka og litla Grenada.“ Þeir fáráðlingar og ofstopamenn, sem Bandaríkjunum stjórna, vígbúast sem vitskertir af því vinir þeirra stórgræða á því. En þeir sjá ekki fram á hvernig beita ætti þessum vopnum, — sem nægja nú til að drepa hvert mannsbarn á jörðinni 6 sinnum — nema eiga á hættu gereyðingu alls mannkyns. En þeir halda áfram sem óðir væru og vilja nú fara að vígbúast út í himingeimn- um líka. Er ekki tími til kominn að hugsandi menn á jörðinni taki fram fyrir hendurnar á þessum vígbúnaðar-ófreskjum og stöðvi vitfyrringu þeirra áður en það er orðið of seint? Við íslendingar gætum gengið á undan með góðu fordæmi og stöðvað fyrirætlan- ir manndrápslýðsins er drottnar hér áður en þeir verða búnir að forheimskva eða kaupa það mikið af valdamönnum þjóð- arinnar að eigi verði lengur aftur snúið. 141

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.