Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 26
í
Víetnamskir sósíalistar fagna sigrinum.
grunnt. í Bandaríkjunum t.d. leystist
hreyfingin gegn Víetnamstríðinu upp —
ekki með sigrinum 1975 heldur þegar
hætt var að senda hermenn þangað árið
1973. Tímaritið Time segir um þetta ný-
lega: „Það sem sennilega skipti sköpum
var millistéttaæskan og foreldrar hennar,
hávær hópur sem leit á stríðið sem pers-
ónulega ógnun — þrátt fyrir það að byrð-
ar herþjónustunnar legðust þyngst á syni
láglaunafólks.“
í áróðursstríðinu gegn Víetnam hefur
þögninni einnig verið beitt með góðum
árangri. Þannig veit t.d. meirihluti
Bandaríkjamanna í dag ekki hvort
Bandaríkin börðust gegn Norður- eða
Suður-Víetnam og fjöldinn allur veit ekki
einu sinni að Bandaríkin töpuðu. Þessi
vanþekking er hættuleg fyrir alþýðu
Indókína, — og alþýðu Nícaragúa og E1
Salvador, — og fyrir fátæklinga Banda-
ríkjanna 35 milljónir að tölu.
Það má leggja þursann að velli
betta er sá lærdómur sem Víetnamar
kenndu okkur. Og þó að menn „gleymi“
í Washington og þar með í Reykjavík þá
er þessi lærdómur þeim mun betur varð-
veittur í Luanda, Harare, á vesturströnd
Jórdan, — allstaðar meðal alþýðu heims.
Jafnvel hér á landi muna menn, það
sýnir sig m.a. í stuðningsstarfinu við Mið-
Ameríku. Enn skortir þó nokkuð á að við
förum að dæmi Víetnama og köstum kan-
anum úr landi, hvað þá að vinnandi fólk
þessa lands bindist samtökum til að
steypa þeim afætulýð, sem mergsýgur
þessa þjóð, íslensku auðvaldi. Oft var
þörf — en nú er nauðsyn!
154