Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 45

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 45
Dollaraskráningin — þjófalykill að kaupgjaldi og sjóðum alþýðu manna Bandaríska auðvaldið hefur síðan það hóf drottnun sína yfir íslensku efnahags- lífi með Marshall-samningnum fyrirskip- að þjónum sínum í ríkisstjórn Islands, allt frá því það lét hækka dollarinn úr 6,50 kr. í 16,32 kr. (1950)' — að hækka dollarinn hvenær sem verkalýðurinn dirfðist að hækka kaup sitt. Og jafnframt skyldi svo stolið verðgildi sjóða almenn- ings, svo sem atvinnuleysistrygginga- og lífeyrissjóða. Þessa pólitík hefur íslenska yfirstéttin framkvæmt svo purkunarlaust að frá 1948 til 1980 var dollarinn hundraðfaldaður gagnvart íslenskri krónu til þess að leiða þannig dýrtíð og kauplækkun yfir launa- stéttirnar. Og þegar það þótti ekki nóg greip núverandi stjórn til þess að stela með bráðabirgðalögum þriðjungi kaup- gjalds af launastéttunum og ætlaði að svifta þær öllu samningsfrelsi — gera þær að algerum þrælum — en þorði þó ekki að standa við það illvirki, er á reyndi. — En síðan dollarinn hafði verið hundrað- faldaður, var tekið til þess ráðs að skera tvö núll aftan af og setja dollarinn á 7 kr. Og þá fyrst hóf yfirstéttin ránsherferðina að fullu: hann hefur verið sex-faldaður síðan og er nú 42 kr. Þessi kerfisbundni þjófnaður yfirstétt- arinnar hefur ekki aðeins bitnað á kaupi launafólks, — sem reynir þó að verjast þjófnaðinum, — heldur og á sjóðum þess, þar sem engum vörnum hefur verið komið við: Atvinnuleysistryggingasjóður jafngilti 1967, er dollarinn var 44 kr., 25 milljón- um dollara. Þá hækkaði ríkisstjórnin doll- arinn 1968 í 88 kr,. svo atvinnuleysis- tryggingasjóður jafngilti í árslok 1968 15 milljónum dollara. (Verðgildi 880 mill- jóna króna stolið með einu pennastriki.) Nú rúmum þrettán árum síðar, er sjóð- urinn hefur árlega vaxið að íslenskum krónum, var hann 1980 jafngildi 24 mill- jóna dollara, en var síðan lækkaður með gengislækkuninni. Svo hann mun 1984 hafa nálgast það að vera jafngildi 21 mill- jón dollara. En það er ekki aðeins alþjýðan, sem er rænd með þessari undirgefni undir banda- rískt auðvald. Þjóðin er sjálf ofurseld, sokkin í skuldafen sakir vitfirrtrar hækk- unar dollarins. Þjóð vor, sem fyrir 40 árum var skuld- laus og efnahagslega frjáls, er sakir yfir- ráða ábyrgðarlausrar og vitgrannrar yfir- stéttar orðin ein af skuldugustu þjóðum heims. Hér þarf alþýðan að bregða fljótt og hart við og láta skuldina skella á þeim, sem með græðgi sinni og fávisku eiga sök á henni. Olíufélög og útvegurinn En það er ekki aðeins alþýðan, sem líð- ur undir þessari óstjórn hermangara og braskara. Sjávarútvegurinn og iðnaður- inn fær líka að kennna á þessari óstjórn og arðráni valdaklíkunnar. Það er t.d. eftirtektarvert að olíufélög- in segja útgerðina skulda sér 1000 mill- jónir króna. Hafa þessi félög sjálf slíkar upphæðir í reiðufé til að lána — og lána þau útgerðinni ekki aðeins fyrir olíu, heldur örva hana og til að kaupa flein skip, svo olíufélögin geti selt meir, þó færri skip gætu veitt það sem veiða má og grætt á því? Auðvitað eiga olíufélögin engan miljarð sjálf til að lána, heldur neyða bankana til iað lána sér, ella stöðv- ist útgerðin! Og svo verða ríkisbankarnir 173

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.