Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 40
og skiptir raunar litlu. Aðalatriðið er, að
okkur konum í AB hefur auðnast að
verða samstíga, að finna þá leið til
samráðs, sem í framtíðinni ætti að skila
okkur enn meiri árangri í starfi okkar,
bæði innan flokks og utan. Þess eiga að
sjást merki, vitanlega fyrst og fremst í
þeim verkum sem við vinnum einar sér og
með félögum okkar af hinu kyninu, en3
líka á komaudi framboðslistum, þar sem
ég vonast til að sjá jafnmörg andlit
kvenna og karla efst á blaði. “
Þannig ávarpar Vilborg Harðardóttir,
varaformaður Aiþýðubandalagsins, les-
endur bæklings, sem konur í AB gáfu út
í júní síðastliðnum. Bæklingurinn,
Stjórnmál og kvennabarátta, var gerður í
tengslum við opna fundi sem konurnar
héldu víðsvegar um landið í sumar. Þar
var fjallað um leiðir kvenna í stjórnmála-
baráttu. Um konur á vinnumarkaði, dag-
vistarmálefni, skólana, baráttuna fyrir
friði og atvinnumál svo eitthvað sé nefnt.
Kjaramálin brunnu heitt á fundakonum.
Mörg þung orð féllu um launastefnu
ríkisstjórnarinnar og atvinnurekenda.
Einnig um skortinn á viðspyrnu verka-
lýðshreyfingarinnar og vinstri aflanna í
landinu. Þar með talið Alþýðubandalags-
ins. Árásir á kjör fólks hafa harðast bitn-
að á lægst launuðu hópunum og þar eru
konur í yfirgnæfandi meirihluta. Hrika-
legt ástand blasir við í hefðbundnum
kvennagreinum. Flótti er brostinn á úr
undirstöðunni, bæði hvað varðar uppeldi
og menntun og þar sem helstu útflutnings-
verðmæti þjóðarinnar eru sköpuð, fisk-
vinnslunni.
Fundur Alþýðubandalagskvenna, sem
haldinn var í Reykjavík var meö nokkuð
öðru sniði en hinir. Kvennafylkingin leit-
aði til kvenna úr öðrum samtökum og bað
þær gera grein fyrir hugmyndafræði og
áherslum sínum í kvennabaráttunni.
Þessi samtök voru: Kvennaframboðið,
Samtök um kvennalista, Samband Alþýðu-
flokkskvenna, Samtök kvenna á vinnu-
markaði og Bandalag jafnaðarmanna.
Áherslur voru greinilega mismunandi og
birtust skýrast þegar rædd voru tengsl
kvennabaráttu og stjórnmálabaráttu á
breiðari grundvelli. Augljóst var þó að
ákveðin baráttumái eru konum úr þessum
samtökum sameiginleg. Þar á meðal bar-
áttan gegn launamisrétti gagnvart
konum, dagvistarmál og varðstaða uin
sjálfsákvörðunarrétt kvenna um fóstur-
eyðingar og ófrjósemisaðgerðir.
Staða kvenna á vinnumarkaði væri ein
og sér næg ástæða fyrir sérstakri kvenna-
baráttu. Neðri hluti launastigans er þétt-
setinn konum en þær verða sjaldséðari
eftir því sem ofar dregur. Þetta á við hjá
opinberum starfsmönnum sem og í öðrum
hlutum verkalýðshreyfingarinnar. Hefð-
bundin kvennastörf eru metin mun
veröminni en störf sem karlar sinna að
mestu. Nægir að nefna störf fóstra og
starfsstúlkna á barnaheimilum. Ábyrgð
þeirra á lífi, þroska og velferð barna er
léttvæg fundin í samanburði við ábyrgð á
fjármunum eða dýrum tækjum. Langt er
frá að sama traust sé borið til karla og
kvenna þegar ráða skal í störf sem fela i
sér stjórnun eða „viðurkennda ábyrgð".
Þannig mætti áfram telja varðandi stöðu
kvenna á vinnumarkaði. Vonir um breyt-
ingar með meiri menntun kvenna hafa
brugöist að vissu leyti. Nýlegar kannanir
sýna að launabilið milli kynjanna hefur
heldur breikkað síðustu árin. Konur, sem
jafnframt eru sósíalistar geta hins vegar
ekki látið sér nægja að berjast fyrir jafnri
stöðu kynjanna, hvork-i á vinnumarkaði
nc á öðrum vettvangi. Mótsetningin karl
168